Gleymd og illa geymd Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. mars 2020 16:00 Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar