Apollo-geimfarinn Al Worden látinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 22:57 Al Worden í geimbúningi sínum áður en hann flaug til tunglsins í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971. AP/NASA Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020 Andlát Geimurinn Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020
Andlát Geimurinn Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira