Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 14:43 Felix Bergsson fylgdi Hatara til Tel Aviv á síðasta ári og má sjá hann hér fyrir utan hótel íslenska hópsins. „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir,“ segir Felix Bergsson sem hefur verið fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins undanfarin ár en ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. „Auðvitað hugsar maður helst um það að fólk sé öruggt og að við vinnum á þessari veiru og um það snýst þetta mál fyrst og síðast.“ Óvissan réði úrslitum Hann segir að óvissan hafi leikið aðalhlutverk í því að ákveðið hafi verið að aflýsa keppninni í stað þess að fresta henni um einhverjar vikur eða mánuði. „Það veit enginn hvað þetta á eftir að taka langan tíma og því treystu þeir sér ekki að fresta henni fram á haust eða fram í desember. Því þeir vita ekki hvernig hlutirnir verða á þeim tíma. Þessi óvissa er svo dýr og hún hefði bara lengt í öllu og því varð þetta hin endanlega ákvörðun að slá keppnina af. Það er samt talað um það að keppnin 2021 verði haldin í Rotterdam.“ Felix telur líklegt að aðstandendur keppninnar hafi rætt þann möguleika að hafa keppnina þannig að þjóðirnar myndi senda inn sitt framlag frá heimalandinu í gegnum sjónvarp. „Þetta hafa verið gríðarleg fundarhöld sem hafa staðið yfir í eina viku. Ég er viss um að allar þessar sviðsmyndir hafa verið settar upp en þetta er niðurstaðan,“ segir Felix en íslenski hópurinn kemur ekki beint að þessari ákvörðun. „Við eigum aftur á móti okkar fulltrúa þarna. Ég kýs mína fulltrúa inn í stjórn og hún tekur síðan endanlega allar ákvarðanir. Það má segja að þetta sé í raun svona fulltrúalýðræði.“ Felix hefur nú þegar rætt við Daða Frey. Viljum ekki hafa Söngvakeppnina af fólki „Hann tekur þessu eins og hann er, af miklu jafnaðargeði. Ég ætla bara að fá að sofa á þessu í dag og svo tökum við næstu skref í þessu. Við munum gera okkar besta til að halda áfram sigurför Think About Things út um allan heim. Síðan sjáum við til hvað gerist.“ Felix segir að það liggi ekki fyrir hvort Daði Freyr og Gagnamagnið verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam 2021. „Við getum ekkert sagt um það og núna hefjast fundarhöld hjá okkur í RÚV. Við höldum okkar samtali áfram við Norðurlandaþjóðirnar og það verður spennandi að sjá hvort það komi eitthvað út úr því. Við verðum kannski með sameiginleg viðbrögð.“ Ljóst er að ef Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021 þá mun Söngvakeppnin það ár falla niður. „Já, það er í mörg horn að líta og ekki viljum við hafa Söngvakeppnina af fólki því það er vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins og við viljum ekki missa hana heldur. Þetta er því flókin staða.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
„Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir,“ segir Felix Bergsson sem hefur verið fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins undanfarin ár en ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. „Auðvitað hugsar maður helst um það að fólk sé öruggt og að við vinnum á þessari veiru og um það snýst þetta mál fyrst og síðast.“ Óvissan réði úrslitum Hann segir að óvissan hafi leikið aðalhlutverk í því að ákveðið hafi verið að aflýsa keppninni í stað þess að fresta henni um einhverjar vikur eða mánuði. „Það veit enginn hvað þetta á eftir að taka langan tíma og því treystu þeir sér ekki að fresta henni fram á haust eða fram í desember. Því þeir vita ekki hvernig hlutirnir verða á þeim tíma. Þessi óvissa er svo dýr og hún hefði bara lengt í öllu og því varð þetta hin endanlega ákvörðun að slá keppnina af. Það er samt talað um það að keppnin 2021 verði haldin í Rotterdam.“ Felix telur líklegt að aðstandendur keppninnar hafi rætt þann möguleika að hafa keppnina þannig að þjóðirnar myndi senda inn sitt framlag frá heimalandinu í gegnum sjónvarp. „Þetta hafa verið gríðarleg fundarhöld sem hafa staðið yfir í eina viku. Ég er viss um að allar þessar sviðsmyndir hafa verið settar upp en þetta er niðurstaðan,“ segir Felix en íslenski hópurinn kemur ekki beint að þessari ákvörðun. „Við eigum aftur á móti okkar fulltrúa þarna. Ég kýs mína fulltrúa inn í stjórn og hún tekur síðan endanlega allar ákvarðanir. Það má segja að þetta sé í raun svona fulltrúalýðræði.“ Felix hefur nú þegar rætt við Daða Frey. Viljum ekki hafa Söngvakeppnina af fólki „Hann tekur þessu eins og hann er, af miklu jafnaðargeði. Ég ætla bara að fá að sofa á þessu í dag og svo tökum við næstu skref í þessu. Við munum gera okkar besta til að halda áfram sigurför Think About Things út um allan heim. Síðan sjáum við til hvað gerist.“ Felix segir að það liggi ekki fyrir hvort Daði Freyr og Gagnamagnið verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam 2021. „Við getum ekkert sagt um það og núna hefjast fundarhöld hjá okkur í RÚV. Við höldum okkar samtali áfram við Norðurlandaþjóðirnar og það verður spennandi að sjá hvort það komi eitthvað út úr því. Við verðum kannski með sameiginleg viðbrögð.“ Ljóst er að ef Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Eurovision 2021 þá mun Söngvakeppnin það ár falla niður. „Já, það er í mörg horn að líta og ekki viljum við hafa Söngvakeppnina af fólki því það er vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins og við viljum ekki missa hana heldur. Þetta er því flókin staða.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira