Sundlaugaverðir í rimmu við rígfullorðna pottverja Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2020 11:27 Eftir að hafa staðið í rifrildi við heimaríka pottverja greip sundlaugarvörðurinn til þess úrræðis að loka hreinlega pottinum sem styrinn stóð um. visir/rakel Íslendingar virðast eiga afar erfitt með að virða fjöldatakmarkanir. Það er ef marka má bráðskemmtilega frásögn Tótlu S. Sæmundsdóttur fræðslustýru Samtakanna ´78 sem sagði vinum sínum á Facebook af sundlaugaferð sinni og tveggja ára dóttur sinnar í Laugardalslaug. Fátt í sundi á tímum kórónuveiru og dásamlegt að svamla um í fámenninu en ýmsir heimavanir áttu erfitt með að fóta sig við nýjar aðstæður. Eitt þeirra atriða sem Tótla nefnir er eftirfarandi: „Sundlaugarstarfsmenn þurftu stöðugt að vera að rífast við fólk sem neitaði að hlýða reglum um hversu margir mættu vera í heitu pottunum. Á einum tímapunkti gafst ungur starfsmaður upp á að skammast í rígfullorðnu fólki, rak alla upp úr og lokaði pottunum.“ Sundlaugagestir ekki vel með á nótunum Vísir ræddi við nokkra starfsmenn sundlauganna sem sögðust kannast við slík atvik, þau væru mörg óvænt viðfangsefnin en vildu benda á þann sem er í forsvari fyrir laugarnar: Steinþór Einarsson skrifstofustjóra hjá ÍTR. Hann var hress og byrjaði á að punda á blaðamanninn: „Svo virðist vera að mikið af Íslendingum hafi ekki séð fréttir síðustu vikurnar, vita ekki af því að það er einhver veira. Þið fréttamenn eruð eitthvað að misskilja þetta. Það virðist enginn vera að hlusta á þessar fréttir hjá ykkur. Greinilega.“ Steinþór Einarsson hjá ÍTR segir heilt yfir hafa gengið vel með sundlaugarnar í gær, en vissulega komu upp atvik og svo virðist sem margur sundlaugargesturinn hafi ekki talið að reglurnar ættu sérstaklega við um sig sjálfan. Steinþór segist hafa tekið út stöðuna nú í morgun að heilt yfir hafi gengið vel eftir að nýjar reglur í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi. Og álagið sé nú minna eftir að skólasund og æfingar sundfélaga voru lagðar af. „En svo lendum við í því með þessar fjöldatakmarkanir að það er uppselt frá klukkan þrjú í Laugardalslaugina.“ Það er sem sagt talið inn á sundstaðina en með pottana var talið að það væri hægt að horfa til skynsemi viðskiptavina að þeir væru ekki að troðast hver um annan þveran. „En sumir virða hvorki eitt eða neitt, virðast bara ekki hafa fylgst með og fer að rífast ef þetta er ekki eftir þeirra höfði. Og ef fólki er ekki treystandi þá verður einfaldlega að loka ákveðnum svæðum.“ Reglur eru góðar fyrir alla hina Steinþór segir sundlaugagesti almennt ekkert mikið fyrir að virða tilmæli um fjarlægð við næsta mann. „Svo fór sólin að skína og þá fóru fólk nú bara í sólbað undir húsvegg og flatmagaði þar nokkuð þétt. Við höfum ekki mannskap í að segja fullorðnu fólki til og að brýna fyrir því að það þurfi að halda tiltekinni fjarlægð milli manna. Svo við þurftum við að nota kallkerfið til að árétta þetta. Svo var fólk að gera ýmsar athugasemdir svo sem þær að búið væri taka hárþurrkur úr umferð: Hvað á bara að nota handklæði til að þurrka á sér hárið?“ Steinþór segir það nánast viðtekið að fólk sé mjög áfram um að aðrir eigi að fara eftir tilmælum en það eigi ekkert endilega við um hvern og einn. Menn taka ekki reglur til sín hvað það varðar. Hann endurtekur þó að heilt yfir hafi þetta gengið ágætlega. Laugardalslaugarnar úr lofti. Sumir virða hvorki eitt eða neitt, virðast bara ekki hafa fylgst með og fer að rífast ef þetta er ekki eftir þeirra höfði.visir/vilhelm „Við erum að reyna að hafa opið. Og það er svona. Margir sem kvörtuðu undan því að gufuböðin væru lokuð, sumir reyndu að kveikja á þeim sjálfir, ekki allir sem láta segjast. Er Spánverjinn ekki með 2000 evru sekt ef þú sést án þess að vera að fara í apótek?“ Hvað hver sundlaugargestur athugi Steinþór segir að þau hjá borginni hafi tekið sig saman um opnanir í sundlaugunum, þau vilji gjarnan hafa opið og vona enn að menn séu samstiga. Og virði reglur. Hversu lengi verður unnt að hafa sundstaðina opna er hins vegar erfitt að segja til um. Ef starfsfólk fer að detta í veikindi eða sóttkví gæti reynst erfitt að manna vaktir. En, hinar almennur reglur eru: Sundlaugar borgarinnar verða áfram opnar þrátt fyrir samkomubann. Opnunin verður þó háð nokkrum skilyrðum til að tryggja öryggi bæði gesta og starfsfólks. Gestir eru beðnir um að virða þau tilmæli að hafa 2 metra á milli sín á öllum svæðum laugarinnar bæði út og inni. Þetta mun þýða að færri komast að og í sumum pottum getur einungis einn gestur verið í einu. Starfsmenn munu þrífa/sótthreinsa helstu snertifleti og salerni mun oftar til að fyrirbyggja smit eins og hægt er. Til að fækka flötum þar sem smithætta er mikil eru þeytivindur og hárblásarar ekki í notkun. Rennibrautir, eimböð og saunaböð verða lokuð ásamt útiklefum í einhverjum laugum. Til að takmarka allt áreiti við starfsmenn sundlaugarinnar er lokað fyrir alla veitingasölu, þar með talið sölu á ís, gosdrykkjum, kaffi og öðrum matvælum. Sundlaugar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Íslendingar virðast eiga afar erfitt með að virða fjöldatakmarkanir. Það er ef marka má bráðskemmtilega frásögn Tótlu S. Sæmundsdóttur fræðslustýru Samtakanna ´78 sem sagði vinum sínum á Facebook af sundlaugaferð sinni og tveggja ára dóttur sinnar í Laugardalslaug. Fátt í sundi á tímum kórónuveiru og dásamlegt að svamla um í fámenninu en ýmsir heimavanir áttu erfitt með að fóta sig við nýjar aðstæður. Eitt þeirra atriða sem Tótla nefnir er eftirfarandi: „Sundlaugarstarfsmenn þurftu stöðugt að vera að rífast við fólk sem neitaði að hlýða reglum um hversu margir mættu vera í heitu pottunum. Á einum tímapunkti gafst ungur starfsmaður upp á að skammast í rígfullorðnu fólki, rak alla upp úr og lokaði pottunum.“ Sundlaugagestir ekki vel með á nótunum Vísir ræddi við nokkra starfsmenn sundlauganna sem sögðust kannast við slík atvik, þau væru mörg óvænt viðfangsefnin en vildu benda á þann sem er í forsvari fyrir laugarnar: Steinþór Einarsson skrifstofustjóra hjá ÍTR. Hann var hress og byrjaði á að punda á blaðamanninn: „Svo virðist vera að mikið af Íslendingum hafi ekki séð fréttir síðustu vikurnar, vita ekki af því að það er einhver veira. Þið fréttamenn eruð eitthvað að misskilja þetta. Það virðist enginn vera að hlusta á þessar fréttir hjá ykkur. Greinilega.“ Steinþór Einarsson hjá ÍTR segir heilt yfir hafa gengið vel með sundlaugarnar í gær, en vissulega komu upp atvik og svo virðist sem margur sundlaugargesturinn hafi ekki talið að reglurnar ættu sérstaklega við um sig sjálfan. Steinþór segist hafa tekið út stöðuna nú í morgun að heilt yfir hafi gengið vel eftir að nýjar reglur í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi. Og álagið sé nú minna eftir að skólasund og æfingar sundfélaga voru lagðar af. „En svo lendum við í því með þessar fjöldatakmarkanir að það er uppselt frá klukkan þrjú í Laugardalslaugina.“ Það er sem sagt talið inn á sundstaðina en með pottana var talið að það væri hægt að horfa til skynsemi viðskiptavina að þeir væru ekki að troðast hver um annan þveran. „En sumir virða hvorki eitt eða neitt, virðast bara ekki hafa fylgst með og fer að rífast ef þetta er ekki eftir þeirra höfði. Og ef fólki er ekki treystandi þá verður einfaldlega að loka ákveðnum svæðum.“ Reglur eru góðar fyrir alla hina Steinþór segir sundlaugagesti almennt ekkert mikið fyrir að virða tilmæli um fjarlægð við næsta mann. „Svo fór sólin að skína og þá fóru fólk nú bara í sólbað undir húsvegg og flatmagaði þar nokkuð þétt. Við höfum ekki mannskap í að segja fullorðnu fólki til og að brýna fyrir því að það þurfi að halda tiltekinni fjarlægð milli manna. Svo við þurftum við að nota kallkerfið til að árétta þetta. Svo var fólk að gera ýmsar athugasemdir svo sem þær að búið væri taka hárþurrkur úr umferð: Hvað á bara að nota handklæði til að þurrka á sér hárið?“ Steinþór segir það nánast viðtekið að fólk sé mjög áfram um að aðrir eigi að fara eftir tilmælum en það eigi ekkert endilega við um hvern og einn. Menn taka ekki reglur til sín hvað það varðar. Hann endurtekur þó að heilt yfir hafi þetta gengið ágætlega. Laugardalslaugarnar úr lofti. Sumir virða hvorki eitt eða neitt, virðast bara ekki hafa fylgst með og fer að rífast ef þetta er ekki eftir þeirra höfði.visir/vilhelm „Við erum að reyna að hafa opið. Og það er svona. Margir sem kvörtuðu undan því að gufuböðin væru lokuð, sumir reyndu að kveikja á þeim sjálfir, ekki allir sem láta segjast. Er Spánverjinn ekki með 2000 evru sekt ef þú sést án þess að vera að fara í apótek?“ Hvað hver sundlaugargestur athugi Steinþór segir að þau hjá borginni hafi tekið sig saman um opnanir í sundlaugunum, þau vilji gjarnan hafa opið og vona enn að menn séu samstiga. Og virði reglur. Hversu lengi verður unnt að hafa sundstaðina opna er hins vegar erfitt að segja til um. Ef starfsfólk fer að detta í veikindi eða sóttkví gæti reynst erfitt að manna vaktir. En, hinar almennur reglur eru: Sundlaugar borgarinnar verða áfram opnar þrátt fyrir samkomubann. Opnunin verður þó háð nokkrum skilyrðum til að tryggja öryggi bæði gesta og starfsfólks. Gestir eru beðnir um að virða þau tilmæli að hafa 2 metra á milli sín á öllum svæðum laugarinnar bæði út og inni. Þetta mun þýða að færri komast að og í sumum pottum getur einungis einn gestur verið í einu. Starfsmenn munu þrífa/sótthreinsa helstu snertifleti og salerni mun oftar til að fyrirbyggja smit eins og hægt er. Til að fækka flötum þar sem smithætta er mikil eru þeytivindur og hárblásarar ekki í notkun. Rennibrautir, eimböð og saunaböð verða lokuð ásamt útiklefum í einhverjum laugum. Til að takmarka allt áreiti við starfsmenn sundlaugarinnar er lokað fyrir alla veitingasölu, þar með talið sölu á ís, gosdrykkjum, kaffi og öðrum matvælum.
Sundlaugar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira