Anna fékk dýrmæt ár með mömmu og sýtir ekki lengur hvernig fór með atvinnumennskuna Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 12:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta staðar numið en gæti snúið aftur sem aðstoðarþjálfari. MYND/STÖÐ 2 SPORT Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03