Einn heimur - eitt land Eva Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2020 09:00 Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar