Tuttugu heilbrigðisstarfsmenn og tveir lögregluþjónar í sóttkví á Húsavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:53 Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Vísir Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14