Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 09:37 Frá Borgarnesi. Vísir/Egill Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016. Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016.
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira