Óléttar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 15:29 Þunguð kona á gangi í Madríd á Spáni, þar sem faraldur kórónuveiru hefur lagst þungt á þjóðina. Vísir/Getty Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54