Lífið

Gulli og Heimir rifja upp skemmtilegar sögur frá sínum tíma úr Bítinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir og Gulli fóru aftur af stað með Bítið í sjónvarpi í gærmorgun.
Heimir og Gulli fóru aftur af stað með Bítið í sjónvarpi í gærmorgun.

Landsmenn tóku eflaust flestir ef því að í gærmorgun þegar bein útsending á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hófst á Bítinu með þeim Heimi Karlssyni og Gulla Helga en í einhvern tíma verður þátturinn einnig á skjánum til klukkan níu alla virka morgna.

„Þetta rifjaði óneitanlega upp gamla tíma frá 2004 þegar ég byrjaði í þessu,“ segir Gulli Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Heimir Karlsson hefur verið í þættinum, bæði á skjánum og í útvarpi, frá byrjun.

„Ég hef farið í gegnum marga meðstjórnendur í gegnum tíðina og aðeins konur, svo sat ég bara uppi með hann [Gulla Helga]. Mér fannst þetta ekkert öðruvísi í morgun og fyrir fjórtán árum. Mér fannst bara eins og ég hefði aldrei farið,“ segir Heimir sem fór góðum klukkutíma fyrr að sofa fyrir þáttinn á mánudaginn.

„Gallinn við sjónvarpið er að maður þarf að vera vaknaður í framan þegar maður byrjar. Svo er ég með svo viðkvæm augu að það tekur hálftíma fyrir mig að jafna mig eftir að hafa farið í smink,“ segir Gulli Helga en þeir rifjuðu upp gamlar og skemmtilegar sögur úr þáttunum frá sínum tíma í þættinum sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×