„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 17:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40
Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent