Fótbolti

Messi og Suarez gætu spilað saman á ný í Banda­ríkjunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi, Suarez og Neymar fagna marki gegn Man. United í æfingaleik í Bandaríkjunum 2017.
Messi, Suarez og Neymar fagna marki gegn Man. United í æfingaleik í Bandaríkjunum 2017. Ira L. Black/Getty

Samkvæmt heimildum Catalunya Radio gæti það endaði með því að Luis Suarez og Lionel Messi spili saman á nýjan leik. Og það í Bandaríkjunum. 


Messi sagði frá því á dögunum, í samtali við La Sexta, að hann gæti vel hugsað sér að spila í Bandaríkjunum áður en ferillinn væri allur.

Sögusagnirnar voru ekki lengi að fara af stað og nú er talað um tvo félög sem Messi gæti leikið með; New York City eða Inter Miami. New York er í eigu sömu eigenda og Manchester City og Inter Miami í eigu David Beckham.

Það eru meiri líkur á að Messi semji við Beckham og félaga en þar gæti hann einnig leikið með sínum fyrrum samherja og góða vin, Luis Suarez, sem er nú án félags.

Suarez var leystur undan samningi hjá Atletico Madrid í gær en hann leitar nú að liði. Talið er þó að þeir muni fyrst leika saman í Bandaríkjunum, ef það gerist, árið 2022 og eins og áður segir er Inter Miami líklegasti áfangastaðurinn.

Messi var ekki með Barcelona í gær er liðið gerði einungis jafntefli við Eibar á heimavelli. Martin Braithwate klúðraði víti en Ousmane Dembele bjargaði stigi fyrir Börsunga sem eru í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×