Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 13:45 Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ætlar sér mögulega að breyta frumvarpinu um ávísanirnar svo Demókratar vilji ekki samþykkja það. AP/Nicholas Kamm Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira