Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:31 Frá Wuhan í febrúar, þegar verið var að reisa neyðarsjúkrahús í íþróttahúsi og stórum sýningarsal. Vísir/Getty Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38