Tíska og hönnun

Fata­hönnuðurinn Pi­er­re Cardin er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Pierre Cardin á tískuvikunni í París árið 2017.
Pierre Cardin á tískuvikunni í París árið 2017. Getty

Franski fatahönnuðurinn Pierre Cardin er látinn. Þetta staðfestir fjölskylda Cardin í samtali við franska fjölmiðla, en hann varð 98 ára gamall. Hann lést á sjúkrahúsi í Neully, vestur af höfuðborginni París.

Cardin fæddist á Ítalíu árið 1922 en flutti sem barn til Frakklands. Hann hefur meðal annars starfað fyrir tískuvörumerkin Paquin, Schiaparelli og Dior.

Árið 1950 stofnaði Cardin eigið fyrirtæki og var frægur fyrir sínar avant-garde og prêt-à-porter línur og haute couture-hátískuhönnun.

Heimildarmyndin House of Cardin, sem fjallar um Pierre Cardin, var sýnd á RIFF í fyrra en Margrét Hrafnsdóttir kom að gerð myndarinnar sem framleiðandi.

Sjá má stiklu myndarinnar að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.