Umdeildir ásatrúarmenn deila við bændur í Minnesota Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 12:35 Meðlimir AFA telja sig afkomendur engla, víkinga og fornra ættbálka Norður-Evrópu. Vísir/Getty Söfnuður bandarískra ásatrúarmanna deilir nú við fámennt samfélag bænda í Minnesota eftir að bæjaryfirvöld í Murdock samþykktu beiðni safnaðarins um að leyfa bænahald í gamalli kirkju sem söfnuðurinn hefur keypt þar. Kirkjan yrði eingöngu aðgengileg fyrir hvítt fólk af norður-evrópskum uppruna. Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira