Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2020 18:28 Seyðfirðingar koma saman við Lónið og fleyta kertum þegar nýtt ár gengur í garð. Vísir/Vilhelm Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. „Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
„Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53
Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25