Falsvon Leifur Finnbogason skrifar 25. desember 2020 18:01 Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun