Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 11:48 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira