Fagna samningnum sem verður kynntur í dag Sylvía Hall skrifar 25. desember 2020 11:54 Boris Johnson og Ursula von der Leyen ræða saman á fjarfundi í gær. Getty/Andres Parsons Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi. Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári. Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári.
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira