Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 13:42 Elon Musk sagðist hafa hugsað sér að selja Tesla á um einn tíunda þess sem fyrirtækið er virði í dag. AP/Hannibal Hanschke Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera. Tesla Apple Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera.
Tesla Apple Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira