„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2020 17:39 Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst er að áfallið er mikið og að íbúar allir eiga um sárt að binda. Því var formaður svæðisdeildar Rauða krossins fyrir austan verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. Vísir/Egill Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst sé að áfallið sé mikið og að íbúar allir eigi um sárt að binda. Því hafi hún verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. „Þær [konurnar í áfallahjálparteyminu] eru hérna í báðum fjöldahjálparstöðum. Þær eru til staðar. Þetta úrræði hefur verið mikið nýtt sem segir okkur að áfallið er mjög mikið. Þetta er erfitt fyrir fólk. Við verðum hérna til taks áfram. Það er alltaf hægt að leita til okkar hjá Rauða krossinum og fá aðstoð, spjall og kaffisopa. Það er algjörlega nauðsynlegt.“ Berglind segir að þrátt fyrir hamfarir og eyðileggingu hafi íbúar Seyðisfjarðar staðið þétt saman og staðið sig með ólíkindum vel. Rýming bæjarins í heild sinni hafi gengið vonum framar. „Þetta er náttúrulega risastór pakki en ég segi nú bara í fúlustu alvöru að þetta fólk er stórkostlegt, þetta tók svo stuttan tíma.“ Hún segir fólk fullt þakklætis vegna hjálpseminnar sem landsmenn hafi sýnt í verki. Fjölmargir hafi boðið fram íbúðir sínar og verið til taks. „Landsmenn hafa sent okkur hitt og þetta, ýmislegt til að hafa í matinn, kaffibrauð og margt fleira. Við þökkum bara kærlega fyrir það. Svo hafa líka margir styrkt okkur sem er algjörlega frábært. Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur.“ Berglind hvetur alla íbúa Seyðisfjarðar til að leita til Rauða krossins ef þeir telji þörf á aðstoð, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Alltaf sé hægt að hringja í 1717 eða leita til svæðisstjórnar viðkomandi. En sem formaður svæðisstjórnar, hefði þig einhvern tímann getað órað fyrir því að þú stæðir frammi fyrir svona stóru verkefni? „Nei, ég get alveg sagt þér það. Ég er mjög hreinskilin með það að þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við en þetta er gríðarlegur lærdómur fyrir okkur öll. Við erum búin að vera að ræða mikið saman núna á fundum og erum sammála um að þetta sé mikill reynslubanki sem við erum komin með núna“. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Félagasamtök Tengdar fréttir Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst sé að áfallið sé mikið og að íbúar allir eigi um sárt að binda. Því hafi hún verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. „Þær [konurnar í áfallahjálparteyminu] eru hérna í báðum fjöldahjálparstöðum. Þær eru til staðar. Þetta úrræði hefur verið mikið nýtt sem segir okkur að áfallið er mjög mikið. Þetta er erfitt fyrir fólk. Við verðum hérna til taks áfram. Það er alltaf hægt að leita til okkar hjá Rauða krossinum og fá aðstoð, spjall og kaffisopa. Það er algjörlega nauðsynlegt.“ Berglind segir að þrátt fyrir hamfarir og eyðileggingu hafi íbúar Seyðisfjarðar staðið þétt saman og staðið sig með ólíkindum vel. Rýming bæjarins í heild sinni hafi gengið vonum framar. „Þetta er náttúrulega risastór pakki en ég segi nú bara í fúlustu alvöru að þetta fólk er stórkostlegt, þetta tók svo stuttan tíma.“ Hún segir fólk fullt þakklætis vegna hjálpseminnar sem landsmenn hafi sýnt í verki. Fjölmargir hafi boðið fram íbúðir sínar og verið til taks. „Landsmenn hafa sent okkur hitt og þetta, ýmislegt til að hafa í matinn, kaffibrauð og margt fleira. Við þökkum bara kærlega fyrir það. Svo hafa líka margir styrkt okkur sem er algjörlega frábært. Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur.“ Berglind hvetur alla íbúa Seyðisfjarðar til að leita til Rauða krossins ef þeir telji þörf á aðstoð, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Alltaf sé hægt að hringja í 1717 eða leita til svæðisstjórnar viðkomandi. En sem formaður svæðisstjórnar, hefði þig einhvern tímann getað órað fyrir því að þú stæðir frammi fyrir svona stóru verkefni? „Nei, ég get alveg sagt þér það. Ég er mjög hreinskilin með það að þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við en þetta er gríðarlegur lærdómur fyrir okkur öll. Við erum búin að vera að ræða mikið saman núna á fundum og erum sammála um að þetta sé mikill reynslubanki sem við erum komin með núna“.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Félagasamtök Tengdar fréttir Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
„Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34