„Maður spyr sig af hverju í fjandanum maður sé að þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2020 10:01 Þórir Hergeirsson gerði Noreg að Evrópumeisturum í fjórða sinn um helgina. getty/Andre Weening Þótt Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs, sé venjulega yfirvegunin uppmáluð á hliðarlínunni segist hann finna fyrir stressi, eins og í úrslitaleik EM gegn Frakklandi á sunnudaginn. Noregur vann úrslitaleikinn, 22-20, en úrslitin réðust ekki fyrr en undir blálokin þar sem norska liðið var sterkara á svellinu. „Ég vil ekki segja að mér líði vel í svona aðstæðum,“ sagði Þórir í samtali við Vísi aðspurður hvernig tilfinningin að fylgjast með úrslitaleiknum gegn Frakklandi hafi verið. „Fyrir þessa undan- og úrslitaleiki og eins fyrir opnunarleiki spyr maður sig af hverju í fjandanum maður sé að þessu. Mann hlakkar til en er um leið alveg að drepast úr óróa. En maður er kominn inn í leikinn er maður bara í honum. Maður er inni í eins konar búbblu og er bara í leiknum og tekur ekki eftir neinu sem gerist utan vallar.“ Norðmenn voru alltaf með frumkvæðið í úrslitaleiknum þótt Frakkar hafi sótt að þeim í seinni hálfleik. „Ég var aldrei órólegur í úrslitaleiknum nema um miðjan seinni hálfleik. Við vorum byrjaðar að undirbúa okkur undir sjö á móti sex og gera það klárt. En þá tók Nora Mørk af skarið, skoraði tvö flott mörk meira og minna upp á eigin spýtur. Svo fengum við víti sem við skoruðum úr og þá róaðist þetta,“ sagði Þórir. „Við spiluðum mjög sterkan varnarleik meira og minna allan leikinn og fengum topp markvörslu. Þegar þú ert með svona góða markvörslu eins og Silje Solberg var með þolirðu að vera með slakari nýtingu í sókninni.“ Klippa: Þórir um úrslitaleikinn EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Noregur vann úrslitaleikinn, 22-20, en úrslitin réðust ekki fyrr en undir blálokin þar sem norska liðið var sterkara á svellinu. „Ég vil ekki segja að mér líði vel í svona aðstæðum,“ sagði Þórir í samtali við Vísi aðspurður hvernig tilfinningin að fylgjast með úrslitaleiknum gegn Frakklandi hafi verið. „Fyrir þessa undan- og úrslitaleiki og eins fyrir opnunarleiki spyr maður sig af hverju í fjandanum maður sé að þessu. Mann hlakkar til en er um leið alveg að drepast úr óróa. En maður er kominn inn í leikinn er maður bara í honum. Maður er inni í eins konar búbblu og er bara í leiknum og tekur ekki eftir neinu sem gerist utan vallar.“ Norðmenn voru alltaf með frumkvæðið í úrslitaleiknum þótt Frakkar hafi sótt að þeim í seinni hálfleik. „Ég var aldrei órólegur í úrslitaleiknum nema um miðjan seinni hálfleik. Við vorum byrjaðar að undirbúa okkur undir sjö á móti sex og gera það klárt. En þá tók Nora Mørk af skarið, skoraði tvö flott mörk meira og minna upp á eigin spýtur. Svo fengum við víti sem við skoruðum úr og þá róaðist þetta,“ sagði Þórir. „Við spiluðum mjög sterkan varnarleik meira og minna allan leikinn og fengum topp markvörslu. Þegar þú ert með svona góða markvörslu eins og Silje Solberg var með þolirðu að vera með slakari nýtingu í sókninni.“ Klippa: Þórir um úrslitaleikinn
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira