Verðbólga mælist 3,6 prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 12:10 Hagstofan. VÍSIR Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða. Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða.
Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira