Innlent

Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra virða aðstæður á Seyðisfirði fyrir sér ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra virða aðstæður á Seyðisfirði fyrir sér ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Vísir/Vilhelm

Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðhrera, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra auk Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra eru mætt ásamt fylgdarteymi sínu.

Katrín Jakobsdóttir á Seyðisfirði á ellefta tímanum.Vísir/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra er á meðal fjögurra ráðherra sem er mættur austur. Vísir/Egill

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í för með hópnum en hann er nýsnúinn aftur til starfa eftir að hafa smitast af Covid-19.Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í för með hópnum en hann er nýsnúinn aftur til starfa eftir að hafa smitast af Covid-19.

Ráðherrarnir fara inn í rútu sem mun ferja þá um Austfirðina.Vísir/Egill

Katrín Jakobsdóttir ræddi heimsóknina fram undan og bóluefni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×