Sport

NFL-goðsögn látin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin Greene er allur.
Kevin Greene er allur. Justin K. Aller/Getty Images)

NFL goðsögnin Kevin Greene lést í gær, 58 ára að aldri. Þetta staðfesti fyrrum vinnuveitendur hans í Pittsburgh Steelers í gær.

Ástæða andlátins er ekki ljós en hann lést á heimili sínu í Flórída í gær. Greene spilaði í átta ár hjá Los Angeles Rams áður en hann færði sig fyrir til Steelers.

Hann var í þrígang valinn í lið ársins og var einnig valinn í lið áratugarins. Hjá Steelers skapaði hann gott varnarteymi með Gred Lloyd en þeir voru kallaðir „Blitzburgh“.

Greene og Steelers komust alla leið í Superbowl árið 1996 en þeir töpuðu fyrir Dallas Cowboys. Tuttugu árum síðar, 2016, var hann svo tekinn inn í frægðarhöll NFL.

Greene hætti í NFL árið 1999 eftir stutt stopp hjá San Francisco 49ers og Caroline Panthers. Síðan þá hefur hann verið í þjálfarteymi Green Bay Packers og nú síðast New York Jets en hann hætti þar árið 208.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×