Fótbolti

Dæmdur í fimm leikja bann fyrir hráku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thuram hissa er hann fær reisupassann en hann vissi upp á sig sökina.
Thuram hissa er hann fær reisupassann en hann vissi upp á sig sökina. Christian Verheyen/Getty

Marcus Thuram, framherji Borussia Mönchengladbach, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að hrækja framan í Stefan Posch, varnarmann Hoffenehim.

Thuram fékk að líta rauða spjaldið á laugardaginn er hann hrækti framan í Stefan er þeim lenti saman. Atvikið var skoðað í VARsjánni og Thuram var sendur í bað.

Þýska knattspyrnusambandið hefur nú dæmt Thuram í fimm leikja bann og fær hann einn leik í skilorð. Einnig þarf hann að greiða 40 þúsund evrur í sekt.

Hoffenheim vann leikinn að endingu 2-1 en Thuram fór síðar meir á Twitter og baðst afsökunar á framferði sínu. Þar bað hann Stefan, liðsfélaga sína, fjölskyldu og alla aðra afsökunar.

Thuram er lykilmaður Mönchengladbach en eftir tapið gegn Hoffenheim um helgina er liðið í áttunda sæti deildarinnar, sex stigum frá topp fjórum sætunum eftir þrettán leiki.

Thuram, sem er sonur fyrrum franska heimsmeistarans Lillian Thuram, hefur verið orðaður burt frá félaginu en Real Madrid hefur meðal annars verið nefnt til sögunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×