Innlent

Mynd­band sýnir andar­tökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“

Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Myndbandið var tekið við björgunarstörf skömmu eftir að stóra skriðan féll á föstudaginn.
Myndbandið var tekið við björgunarstörf skömmu eftir að stóra skriðan féll á föstudaginn. Vísir/Aðsend

Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag.

Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var í dæluvinnu þegar skriðan féll, aðeins örfáum metrum frá. Hann og félagi hans komu auga á björgunarsveitarbíl í hættu. Í samtali við fréttastofu lýsir hann því hvernig þeir reyndu að koma slökkviliðsbíl frá skriðufarveginum. Á meðan hafi tekist að koma björgunarsveitarmanninum út úr björgunarsveitarbílnum.

Í framhaldinu fór hann og annað björgunarfólk á bát og sótti fólk sem hafði orðið innlyksa hinum megin við skriðuna.

Í myndbandinu má sjá þá gríðarlegu eyðileggingu sem skriðan olli, og þann mikla viðbúnað viðbragðsaðila sem var í bænum. 

Þá má heyra viðbragðsaðila beina því til fólks að koma sér í burtu af hættusvæðinu með hraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×