Góður dagur og mjög slæmur dagur fyrir nýja og gamla lið Tom Brady í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 16:01 Tom Brady fagnar einu af snertimörkum Tampa Bay Buccaneers í sigrinum á Atlanta Falcons í gær. AP/John Bazemore Tom Brady galdraði fram nostalgíska endurkomu og liðið hans náði níu fingrum á úrslitakeppnissæti í NFL-deildinni í gær á sama tíma og gamla liðið hans klúðraði endanlegu sínu tímabili. Kansas City Chiefs hafði betur í stórleik helgarinnar á móti New Orleans Saints og Seattle Seahawks bættist í hóp þeirra liða sem eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Gærdagurinn var örlagaríkur hjá nýja og gamla liði Tom Brady sem segir kannski mikið um áhrif eins allra besta leikmann sögunnar í NFL-deildinni. WOOP! @Tua : #NEvsMIA on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/1xXQ4IncI5— NFL (@NFL) December 20, 2020 New England Patriots missti nefnilega endanlega af sæti í úrslitakeppninni með 22-12 tapi á móti Miami Dolphins í gær. Liðið missti Tom Brady í sumar og missir nú af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár eða síðan 2009. Patriots liðið vann sex meistaratitla með Tom Brady og komst í þrjá Súper Bowl leiki að auki. Nú er liðið úr leik þegar enn eru eftir tveir leikir af tímabilinu. Brady to Brown for the go-ahead score. #GoBucs : #TBvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/uCIcvG4Ggo— NFL (@NFL) December 20, 2020 Tom Brady var upptekin á sama tíma við að stýra endurkomu Tampa Bay Buccaneers á móti Atlanta Falcons. Atlanta Falcons liðið komst í 17-0 í leiknum en Brady leiddi sína menn til baka inn í leikinn og til 31-27 sigurs. Endurkoman rifjaði það líka upp þegar Brady leiddi Patriots liðið til baka á móti Atlanta Falcons í Super Bowl leiknum 2016 þar sem Fálkarnir komust yfir í 28-3 en New England Patriots vann síðan í framlengingu. Brady og Buccaneers liðið eru nú komnir með níu fingur á sæti í úrslitakeppninni en þetta yrði þá í fyrsta sinn í þrettán ár síðan að Tampa Bay kæmst í leikina um meistaratitilinn. Ein flottasta sókn leiksins var þegar Brady fann vandræðagemlinginn Antonio Brown skoraði sitt fyrsta snertimark með liðinu. Mahomes and Le'Veon run the option to perfection. Touchdown, @Chiefs! #ChiefsKingdom : #KCvsNO on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/8Tb5D6kIvi— NFL (@NFL) December 21, 2020 Mörg lið ætla sér í Súper Bowl leikinn og sumir sáu stórleik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints sem forsmekkinn að stærsta leik tímabilsins í ár. Meistarar Chiefs virðast þó vera mun líklegri en mótherjar þeirra í gær. Kansas City Chiefs tók frumkvæðið í upphafi í 32-29 sigri sínum á móti New Orleans Saints og þrátt fyrir að heimamenn í Saints hafi bitið aðeins frá sér í seinni hálfleiknum þá var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir meistarana. Chiefs liðið hefur nú unnið þrettán af fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Seattle Seahawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 20-15 sigri á Washington Football Team. Washington hefur tapað átta af fjórtán leikjum sínum en er samt efst í Austurriðli Þjóðadeildarinnar. Dallas Cowboys er enn á lífi og einum leik á eftir þökk sé sigri á San Francisco 49ers. New York Giants og Philadelphia Eagles töpuðu hins vegar bæði sínum leikjum. Touchdown, @frankgore!@nyjets extend their lead in LA, 20-3. #TakeFlight : #NYJvsLAR on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/bKTK9XrxQw— NFL (@NFL) December 20, 2020 Einn athyglisverðasti sigur helgarinnar var langþráður og um leið mjög óvæntur 23-20 sigur New York Jets á Los Angeles Rams. Jets liðið var búið að tapa fyrstu þrettán leikjum sínum á leiktíðinni. Tapið gæti haft afleiðingar fyrir Rams-liðið sem er enn ekki búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns er í fínum málum eftir 20-6 sigur á New York Giants en brandaralið NFL-deildarinnar síðustu ár hefur nú unnið tíu af fyrstu fjórtán leikjum sínum. FINAL: The @Browns earn their 10th win of the season! #Browns #CLEvsNYG (by @Lexus) pic.twitter.com/BysssDDO2b— NFL (@NFL) December 21, 2020 Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6 NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Kansas City Chiefs hafði betur í stórleik helgarinnar á móti New Orleans Saints og Seattle Seahawks bættist í hóp þeirra liða sem eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Gærdagurinn var örlagaríkur hjá nýja og gamla liði Tom Brady sem segir kannski mikið um áhrif eins allra besta leikmann sögunnar í NFL-deildinni. WOOP! @Tua : #NEvsMIA on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/1xXQ4IncI5— NFL (@NFL) December 20, 2020 New England Patriots missti nefnilega endanlega af sæti í úrslitakeppninni með 22-12 tapi á móti Miami Dolphins í gær. Liðið missti Tom Brady í sumar og missir nú af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár eða síðan 2009. Patriots liðið vann sex meistaratitla með Tom Brady og komst í þrjá Súper Bowl leiki að auki. Nú er liðið úr leik þegar enn eru eftir tveir leikir af tímabilinu. Brady to Brown for the go-ahead score. #GoBucs : #TBvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/uCIcvG4Ggo— NFL (@NFL) December 20, 2020 Tom Brady var upptekin á sama tíma við að stýra endurkomu Tampa Bay Buccaneers á móti Atlanta Falcons. Atlanta Falcons liðið komst í 17-0 í leiknum en Brady leiddi sína menn til baka inn í leikinn og til 31-27 sigurs. Endurkoman rifjaði það líka upp þegar Brady leiddi Patriots liðið til baka á móti Atlanta Falcons í Super Bowl leiknum 2016 þar sem Fálkarnir komust yfir í 28-3 en New England Patriots vann síðan í framlengingu. Brady og Buccaneers liðið eru nú komnir með níu fingur á sæti í úrslitakeppninni en þetta yrði þá í fyrsta sinn í þrettán ár síðan að Tampa Bay kæmst í leikina um meistaratitilinn. Ein flottasta sókn leiksins var þegar Brady fann vandræðagemlinginn Antonio Brown skoraði sitt fyrsta snertimark með liðinu. Mahomes and Le'Veon run the option to perfection. Touchdown, @Chiefs! #ChiefsKingdom : #KCvsNO on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/8Tb5D6kIvi— NFL (@NFL) December 21, 2020 Mörg lið ætla sér í Súper Bowl leikinn og sumir sáu stórleik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints sem forsmekkinn að stærsta leik tímabilsins í ár. Meistarar Chiefs virðast þó vera mun líklegri en mótherjar þeirra í gær. Kansas City Chiefs tók frumkvæðið í upphafi í 32-29 sigri sínum á móti New Orleans Saints og þrátt fyrir að heimamenn í Saints hafi bitið aðeins frá sér í seinni hálfleiknum þá var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir meistarana. Chiefs liðið hefur nú unnið þrettán af fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Seattle Seahawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 20-15 sigri á Washington Football Team. Washington hefur tapað átta af fjórtán leikjum sínum en er samt efst í Austurriðli Þjóðadeildarinnar. Dallas Cowboys er enn á lífi og einum leik á eftir þökk sé sigri á San Francisco 49ers. New York Giants og Philadelphia Eagles töpuðu hins vegar bæði sínum leikjum. Touchdown, @frankgore!@nyjets extend their lead in LA, 20-3. #TakeFlight : #NYJvsLAR on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/bKTK9XrxQw— NFL (@NFL) December 20, 2020 Einn athyglisverðasti sigur helgarinnar var langþráður og um leið mjög óvæntur 23-20 sigur New York Jets á Los Angeles Rams. Jets liðið var búið að tapa fyrstu þrettán leikjum sínum á leiktíðinni. Tapið gæti haft afleiðingar fyrir Rams-liðið sem er enn ekki búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns er í fínum málum eftir 20-6 sigur á New York Giants en brandaralið NFL-deildarinnar síðustu ár hefur nú unnið tíu af fyrstu fjórtán leikjum sínum. FINAL: The @Browns earn their 10th win of the season! #Browns #CLEvsNYG (by @Lexus) pic.twitter.com/BysssDDO2b— NFL (@NFL) December 21, 2020 Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6
Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira