Sjáðu Tiger Woods rifna úr stolti eftir örninn hjá ellefu ára syni sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 10:01 Tiger Woods fagnar hér stráknum sínum eftir að Charlie tryggði feðgunum örn á þriðju holu. AP/Phelan M. Ebenhack Tiger Woods og ellefu ára sonur hans Charlie urðu í sjöunda sæti á fyrsta golfmóti sínu saman um helgina. Það var ekki hægt að sjá eða heyra annað en að Tiger Woods hafi notið þess að spila með stráknum sínum á PNC Championship góðgerðamótinu um helgina. Tiger og Charlie Woods enduðu í sjöunda sæti (af tuttugu tveggja kylfinga liðum) og voru fimm höggum á eftir sigurvegurum mótsins sem voru Justin Thomas og faðir hans. Á þessu móti spila þekktir kylfingar með föður eða börnum sínum. Charlie Woods er samt langyngsti keppandinn í sögu mótsins. Justin Thomas er í þriðja sæti á heimslistanum en hann og faðir hans enduðu mótið á fimmtán höggum undir pari. Í öðru sæti og aðeins höggi á eftir voru Vijay Singh og sonur hans Qass. Tiger Woods and son Charlie finish seventh after 'special' weekend https://t.co/9DQDkTBxf9— Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2020 Augu marga voru hins vegar á Tiger og Charlie Woods enda margir forvitnir að sjá hvert að hinn ellefu ára gamli Charlie hefði erft eitthvað frá föður sínum. Það var einkum ein hola á fyrri deginum sem vakti mikla lukku ekki síst hjá Tiger Woods sjálfum. Charlie kláraði þá örninn á þriðju holu með laglegu höggi inn á flöt og svo með flotti pútti í framhaldinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tiger sérstaklega kátur og stoltur af syni sínum eftir að hann setti púttið sitt ofan í holu. 11-year-old Charlie Woods eagles the third hole at the @PNCChampionship for Team Woods. Amazing pic.twitter.com/SA8NwrK6dC— KUSI News (@KUSINews) December 19, 2020 Tiger Woods var líka mjög sáttur með alla helgina og það að hann gat spilað með stráknum sínum þrátt fyrir að vera sjálfur að glíma við bakmeiðsli. „Ég held að ég geti ekki fundið réttu orðin til að lýsa þessari tilfinningu. Bara það að við gátum upplifað þetta saman og búið til minningu sem mun endast alla ævi,“ sagði Tiger Woods. Charlie Woods hefur lært margt af föður sínum sem sást um helgina. Það var þannig mjög gaman að fagna þessum fugli eins og Tiger hefur gert svo oft. FIST PUMP CITY Charlie has learned a thing or two from his father. @PNCchampionship pic.twitter.com/9JOfGzS5pz— NBC Sports (@NBCSports) December 20, 2020 Hér fyrir neðan má einnig sjá fleiri svipmyndir frá Woods feðgunum frá helginni. A day they won't soon forget.Highlights from Tiger and Charlie Woods' 10-under 62 at the @PNCchampionship on Saturday. pic.twitter.com/r7GDNnPb3F— PGA TOUR (@PGATOUR) December 20, 2020 Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var ekki hægt að sjá eða heyra annað en að Tiger Woods hafi notið þess að spila með stráknum sínum á PNC Championship góðgerðamótinu um helgina. Tiger og Charlie Woods enduðu í sjöunda sæti (af tuttugu tveggja kylfinga liðum) og voru fimm höggum á eftir sigurvegurum mótsins sem voru Justin Thomas og faðir hans. Á þessu móti spila þekktir kylfingar með föður eða börnum sínum. Charlie Woods er samt langyngsti keppandinn í sögu mótsins. Justin Thomas er í þriðja sæti á heimslistanum en hann og faðir hans enduðu mótið á fimmtán höggum undir pari. Í öðru sæti og aðeins höggi á eftir voru Vijay Singh og sonur hans Qass. Tiger Woods and son Charlie finish seventh after 'special' weekend https://t.co/9DQDkTBxf9— Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2020 Augu marga voru hins vegar á Tiger og Charlie Woods enda margir forvitnir að sjá hvert að hinn ellefu ára gamli Charlie hefði erft eitthvað frá föður sínum. Það var einkum ein hola á fyrri deginum sem vakti mikla lukku ekki síst hjá Tiger Woods sjálfum. Charlie kláraði þá örninn á þriðju holu með laglegu höggi inn á flöt og svo með flotti pútti í framhaldinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tiger sérstaklega kátur og stoltur af syni sínum eftir að hann setti púttið sitt ofan í holu. 11-year-old Charlie Woods eagles the third hole at the @PNCChampionship for Team Woods. Amazing pic.twitter.com/SA8NwrK6dC— KUSI News (@KUSINews) December 19, 2020 Tiger Woods var líka mjög sáttur með alla helgina og það að hann gat spilað með stráknum sínum þrátt fyrir að vera sjálfur að glíma við bakmeiðsli. „Ég held að ég geti ekki fundið réttu orðin til að lýsa þessari tilfinningu. Bara það að við gátum upplifað þetta saman og búið til minningu sem mun endast alla ævi,“ sagði Tiger Woods. Charlie Woods hefur lært margt af föður sínum sem sást um helgina. Það var þannig mjög gaman að fagna þessum fugli eins og Tiger hefur gert svo oft. FIST PUMP CITY Charlie has learned a thing or two from his father. @PNCchampionship pic.twitter.com/9JOfGzS5pz— NBC Sports (@NBCSports) December 20, 2020 Hér fyrir neðan má einnig sjá fleiri svipmyndir frá Woods feðgunum frá helginni. A day they won't soon forget.Highlights from Tiger and Charlie Woods' 10-under 62 at the @PNCchampionship on Saturday. pic.twitter.com/r7GDNnPb3F— PGA TOUR (@PGATOUR) December 20, 2020
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira