Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 20. desember 2020 19:20 Íbúar sem búa utan áhættusvæða á Seyðisfirði fengu að snúa aftur heim í dag. Björgunarsveitarmenn sáu um að skrá alla sem sneru aftur. Vísir/Egill Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða fengu að snúa aftur heim klukkan 14.30 í dag, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um er að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Ekki er vitað hvenær aðrir fá að fara aftur heim því enn er hætta á frekari skriðuföllum og bærinn á neyðarstigi. Þá hefur rýmingu á Eskifirði einnig verið aflétt. „Það er bara geggjað, það er auðvitað sorg út af þessu sem gerðist en við erum búin að vera í ofsalega góðu yfirlæti á Egilsstöðum og erum ævinlega þakklát fyrir þetta,“ segja Guðjón Harðarson og Hrönn Ólafsdóttir, íbúar á Seyðisfirði. „Það er bara geggjað, mann langar bara að vera heima hjá sér,“ segir Brynjar Skúlason, íbúi. „Það er ofsalega leiðinlegt að það fái ekki allir að fara heim. Og kannski ekki allir tilbúnir heldur til að fara heim,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, íbúi. Sumir komu að lokuðum dyrum þegar heimilisfang þeirra var ekki á lista yfir opnar götur. „Já, ég er mjög leið. Ég get ekki beðið eftir að fara og sjá hvort allt… Auðvitað er ekki allt í lagi en vonandi…“ segir Eva Magyan, íbúi á Seyðisfirði. „Menn eru með tilfinningar fyrir þessu öllu en það sekkur inn og við verðum bara að vinna úr því. Nú er bara að byggja upp. Við stólum á stjórnmálamennina til að hjálpa okkur í því,“ Tvö hundruð fóru til Seyðisfjarðar í dag Björgunarsveitarmenn hafa í dag staðið við lokunarpósta við Fjarðarheiði þar sem þeir hafa skráð nafn hvers og eins sem hefur farið þar í gegn. Því starfi lauk rétt fyrir kvöldfréttir. Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að töluverður fjöldi fólks hafi farið yfir á Seyðisfjörð í dag. „Já það hafa mjög margir farið hér í gegn, bara núna rétt áðan þegar þau fóru björgunarsveitarfólkið, þá voru það um tvö hundruð manns sem hafa farið yfir heiðina í dag,“ segir Hjalti. Björk Arnardóttir, formaður Björgunarsveitar Íslands.Vísir/Egill Bærinn hefur verið færður niður af neyðarstigi og á hættustig. Hjalti segir ekki liggja fyrir hvenær hægt verður að opna bæinn alveg. Hjalti segir að það þýði að enn sé yfirvofandi hætta en talið sé öruggt að hleypa inn á svæðin sem hafa verið opnuð. Enn sé þó hætta á ákveðnum svæðum en ekki á öllum stöðum. „Það er í raun verið að vinna í stöðugu endurmati á aðstæðum. Eins og staðan er núna þá er þetta svæði sem búið er að opna talið öruggt og önnur svæði eru í frekari skoðun og endurmati.“ „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa því með orðum“ Fréttamenn Stöðvar 2 fengu að fara inn í bæinn í dag, þegar hann var enn mannlaus, og hittu fyrir björgunarfólk að störfum. Mannlaus bærinn blasti við þegar ekið var niður Fjarðarheiði í morgun og aurskriðurnar sem runnið hafa niður fjöllin undanfarna daga greinilegar. Ljós loguðu í gluggum víða sem sýnir hversu hraðar hendur fólk þurfti að hafa þegar íbúum var gert að yfirgefa heimili sín fyrir tveimur sólarhringum. Björgunarfólk hvaðanæva af landinu var þá komið á svæðið til þess að undirbúa komu fólks. „Okkar hlutverk í dag er að vera öryggisventlar fyrir þá sem eru að fara inn á svæðið vegna hættu á aurskriðum,“ segir Björk Arnardóttir, formaður Björgunarsveitar Íslands. Varðskipið Týr kom á Seyðisfjörð og sótti þrjá sem höfðu orðið innlyksa ásamt tveimur köttum sínum eftir að skriðan féll. Skipið verður til taks eins lengi og þörf krefur. Þá fór björgunarfólk í fyrsta sinn að skriðunni, inn fyrir hættusvæðið, til þess að koma rafmagni aftur á. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa því með orðum. Þetta er eitthvað sem maður þarf að sjá og upplifa. Þetta lítur ekkert rosalega vel út,“ segir Davíð Kristinsson varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs. Sjálfur var hann örfáum metrum frá skriðunni þegar hún féll. „Ég sé björgunarsveitarbílinn þannig að ég stekk inn á skriðuna og næ að komast að björgunarsveitarbílnum – næ að opna hurðina á honum og ná manninum út. Við náum að synda út úr skriðunni saman,“ segir Davíð. Eina leiðin sé áfram. „Skriðan verður græn og við höldum áfram að dansa á Regnbogastræti,“ segir Davíð. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. 20. desember 2020 14:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða fengu að snúa aftur heim klukkan 14.30 í dag, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um er að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Ekki er vitað hvenær aðrir fá að fara aftur heim því enn er hætta á frekari skriðuföllum og bærinn á neyðarstigi. Þá hefur rýmingu á Eskifirði einnig verið aflétt. „Það er bara geggjað, það er auðvitað sorg út af þessu sem gerðist en við erum búin að vera í ofsalega góðu yfirlæti á Egilsstöðum og erum ævinlega þakklát fyrir þetta,“ segja Guðjón Harðarson og Hrönn Ólafsdóttir, íbúar á Seyðisfirði. „Það er bara geggjað, mann langar bara að vera heima hjá sér,“ segir Brynjar Skúlason, íbúi. „Það er ofsalega leiðinlegt að það fái ekki allir að fara heim. Og kannski ekki allir tilbúnir heldur til að fara heim,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, íbúi. Sumir komu að lokuðum dyrum þegar heimilisfang þeirra var ekki á lista yfir opnar götur. „Já, ég er mjög leið. Ég get ekki beðið eftir að fara og sjá hvort allt… Auðvitað er ekki allt í lagi en vonandi…“ segir Eva Magyan, íbúi á Seyðisfirði. „Menn eru með tilfinningar fyrir þessu öllu en það sekkur inn og við verðum bara að vinna úr því. Nú er bara að byggja upp. Við stólum á stjórnmálamennina til að hjálpa okkur í því,“ Tvö hundruð fóru til Seyðisfjarðar í dag Björgunarsveitarmenn hafa í dag staðið við lokunarpósta við Fjarðarheiði þar sem þeir hafa skráð nafn hvers og eins sem hefur farið þar í gegn. Því starfi lauk rétt fyrir kvöldfréttir. Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að töluverður fjöldi fólks hafi farið yfir á Seyðisfjörð í dag. „Já það hafa mjög margir farið hér í gegn, bara núna rétt áðan þegar þau fóru björgunarsveitarfólkið, þá voru það um tvö hundruð manns sem hafa farið yfir heiðina í dag,“ segir Hjalti. Björk Arnardóttir, formaður Björgunarsveitar Íslands.Vísir/Egill Bærinn hefur verið færður niður af neyðarstigi og á hættustig. Hjalti segir ekki liggja fyrir hvenær hægt verður að opna bæinn alveg. Hjalti segir að það þýði að enn sé yfirvofandi hætta en talið sé öruggt að hleypa inn á svæðin sem hafa verið opnuð. Enn sé þó hætta á ákveðnum svæðum en ekki á öllum stöðum. „Það er í raun verið að vinna í stöðugu endurmati á aðstæðum. Eins og staðan er núna þá er þetta svæði sem búið er að opna talið öruggt og önnur svæði eru í frekari skoðun og endurmati.“ „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa því með orðum“ Fréttamenn Stöðvar 2 fengu að fara inn í bæinn í dag, þegar hann var enn mannlaus, og hittu fyrir björgunarfólk að störfum. Mannlaus bærinn blasti við þegar ekið var niður Fjarðarheiði í morgun og aurskriðurnar sem runnið hafa niður fjöllin undanfarna daga greinilegar. Ljós loguðu í gluggum víða sem sýnir hversu hraðar hendur fólk þurfti að hafa þegar íbúum var gert að yfirgefa heimili sín fyrir tveimur sólarhringum. Björgunarfólk hvaðanæva af landinu var þá komið á svæðið til þess að undirbúa komu fólks. „Okkar hlutverk í dag er að vera öryggisventlar fyrir þá sem eru að fara inn á svæðið vegna hættu á aurskriðum,“ segir Björk Arnardóttir, formaður Björgunarsveitar Íslands. Varðskipið Týr kom á Seyðisfjörð og sótti þrjá sem höfðu orðið innlyksa ásamt tveimur köttum sínum eftir að skriðan féll. Skipið verður til taks eins lengi og þörf krefur. Þá fór björgunarfólk í fyrsta sinn að skriðunni, inn fyrir hættusvæðið, til þess að koma rafmagni aftur á. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa því með orðum. Þetta er eitthvað sem maður þarf að sjá og upplifa. Þetta lítur ekkert rosalega vel út,“ segir Davíð Kristinsson varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs. Sjálfur var hann örfáum metrum frá skriðunni þegar hún féll. „Ég sé björgunarsveitarbílinn þannig að ég stekk inn á skriðuna og næ að komast að björgunarsveitarbílnum – næ að opna hurðina á honum og ná manninum út. Við náum að synda út úr skriðunni saman,“ segir Davíð. Eina leiðin sé áfram. „Skriðan verður græn og við höldum áfram að dansa á Regnbogastræti,“ segir Davíð.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. 20. desember 2020 14:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. 20. desember 2020 14:36