Skoða hvort hægt sé að aflétta hluta rýmingar Sylvía Hall skrifar 20. desember 2020 11:55 Frá Seyðisfirði. Vísir/Egill Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem þar féllu síðustu daga. Hættustig er á Eskifirði og verður farið í frekari vettvangskannanir í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir framhaldið ráðast af því hvað vettvangskönnun leiði í ljós. „Það er ekki komin nein niðurstaða endanleg, en það er verið að skoða flöt á því að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Svo þarf að fara í frekari vettvangskannanir varðandi Eskifjörð áður en hægt er að ákveða með það en það er líka verið að skoða það. Það veltur á vettvangskönnun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,Vísir/Vilhelm Hann segir gærdaginn hafa verið vel nýttan og gátu sérfræðingar kannað aðstæður. „Það voru sérfræðingar frá Veðurstofunni að störfum í gær ásamt lögreglumönnum frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem voru með dróna að skoða aðstæður og rýna í hlíðarnar og þau mælitæki sem eru á svæðinu til þess að safna gögnum. Gærdagurinn var vel nýttur.“ Rögnvaldur segir Seyðfirðinga hafa sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður. „Ég hef ekki verið í beinu sambandi við fólk en það sem ég hef heyrt er að fólk tekur þessu af yfirvegun. Það hafa allir skilning á því hvað er í gangi og hafa sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju. Hugur okkar er hjá þeim, fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín við þessar kringumstæður. Það er mjög erfitt.“ Ekki sé víst hvort fólk geti snúið heim til sín fyrir jól, en það væri óskastaða. „Já vonandi. Það kemur í ljós.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40 Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41 Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem þar féllu síðustu daga. Hættustig er á Eskifirði og verður farið í frekari vettvangskannanir í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir framhaldið ráðast af því hvað vettvangskönnun leiði í ljós. „Það er ekki komin nein niðurstaða endanleg, en það er verið að skoða flöt á því að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Svo þarf að fara í frekari vettvangskannanir varðandi Eskifjörð áður en hægt er að ákveða með það en það er líka verið að skoða það. Það veltur á vettvangskönnun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,Vísir/Vilhelm Hann segir gærdaginn hafa verið vel nýttan og gátu sérfræðingar kannað aðstæður. „Það voru sérfræðingar frá Veðurstofunni að störfum í gær ásamt lögreglumönnum frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem voru með dróna að skoða aðstæður og rýna í hlíðarnar og þau mælitæki sem eru á svæðinu til þess að safna gögnum. Gærdagurinn var vel nýttur.“ Rögnvaldur segir Seyðfirðinga hafa sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður. „Ég hef ekki verið í beinu sambandi við fólk en það sem ég hef heyrt er að fólk tekur þessu af yfirvegun. Það hafa allir skilning á því hvað er í gangi og hafa sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju. Hugur okkar er hjá þeim, fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín við þessar kringumstæður. Það er mjög erfitt.“ Ekki sé víst hvort fólk geti snúið heim til sín fyrir jól, en það væri óskastaða. „Já vonandi. Það kemur í ljós.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40 Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41 Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40
Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41
Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08