Klofið Samband Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. desember 2020 14:31 Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarmál Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar