Hellisbúa Carpaccio að hætti BBQ kóngsins Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Alfreð er algjör kóngur á grillinu. Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna. Annar þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig reiðir fram það sem hann kallar Hellisbúa Carpaccio og fleira eins og sjá má hér að neðan. Þar má einnig sjá allar uppskriftirnar úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Hellisbúa Carpaccio Hellisbúa Carpaccio Hráefni: Nautalund Klettasalat Parmesan ostur Salt Truffluolía Djúpsteikt hvítlaukskurl. Einnig hægt að nota eitthvað stökkt eins og ristaðar furuhnetur Djúpsteiktir jarðskokkar (má sleppa en gefur rosa gott bragð og lítur rosa vel út á diski.) 1. Skerið jarðskokka í þunnar sneiðar og djúpsteikið í olíu þar til stökkir 2. Nautalund sett beint á harðviðarkol ca 10 sekúndur á hlið til að fá gott bragð 3. Skerið niður í eins þunnar sneiðar og þið treystið ykkur til og fletið sneiðarnar út með því að berja þær með krepptum hnefa. 4. Raðið sneiðunum á fallegan disk, saltið og stráið truffluolíu yfir 5. Klettasalati dreift yfir ásamt rifnum parmesan osti 6. Að lokum stráið þið djúpsteikta hvítlaukskurlinu og jarðskokkunum yfir Smjörpennsluð svína kóróna með grilluðu broccolini, pikkluðu rauðkáli og einföldu rauðlauks klettasalati: Hráefni: 2X svínafille með bein. Bundið saman svo það myndi kórónu. Marenering: 3 msk Oregano 3 msk Papríkuduft 1 tsk Gróft salt Tveir hvítlauksgeirar 4msk ólífuolía Kryddsmjör: 60 gr smjör 1 msk BBQ krydd - Einnig hægt að krydda smjörið með ykkar uppáhalds kryddblöndu Meðlæti: Broccolini Klettasalat Hálfur rauðlaukur SPG – kryddblanda með salti, pipar og ristuðum hvítlauk Ólífuolía Pikklað rauðkál Aðferð: 1. Hitið grillið upp í 130 gráður 2. Hrærið saman oregano, papríkudufti, grófu salti og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið 3. Stingið kjöthitamæli í kjötið og eldið það upp í 62 gráður á óbeinum hita 4. Útbúið kryddsmjörið og smyrjið kjötið reglulega á meðan eldun stendur 5. Setjið broccolini í poka og hellið ólífuolíu yfir og kryddið vel með SPG kryddblöndunni. Grillið þar til smá brennt og stökkt 6. Blandið saman klettasalati og hálfum þunnt skornum rauðlauk í skál og hellið ólífuolíu yfir og kryddið með smá SPG 7. Berið kjötið fram á fallegum viðarplatta með pikkluðu rauðkáli, rauðlauks klettasalati og broccolini Úrbeinað lambalæri með granatepla og myntu salsa ásamt einfaldri hvítlaukssósu Hráefni: Úrbeinað lambalæri Marenering: 150ml Granatepla molasses 8 myntulauf fínt skorin Safi úr hálfri sítrónu 2 tsk sykur Tveir hvítlauksgeirar fínt saxað Ólífuolía 1 msk SPG kryddblanda með salti, pipa rog grófum ristuðum hvítlauk. Granatepla salsa: 1/3 af mareneringunni 6 myntulauf fínt skorin 100 gr granatepla fræ Lítil agúrka skorin í sömu stærð og fræin úr granateplinu Safi úr hálfri sítrónu Ofur einföld hvítlaukssósa: 4 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 tsk hunang eða eftir smekk Fínt skorin hvítlauksgeiri Smakkið til með SPG Aðferð: 1. Hitið grillið í 250 gráður 2. Blandið saman granatepla molasses, fínt söxuðum myntulaufum, safa úr sítrónu, sykri, hvítlauk og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið. Látið standa í 20 mínútur eða yfir nótt. Gætið þess að geyma 1/3 af mareneringunni fyrir salsa sósuna 3. Brúnið kjötið vel og snúið nokkrum sinnum. Færið það yfir í óbeinan hita og eldið þar til kjötið nær 62 gráðum í kjarnhita. Þar sem það er mikill sykur í mareneringunni þá brennur kjötið auðveldlega en mér finnst það bara gefa betra bragð 4. Blandið saman 1/3 af mareneringunni, myntulaufum, granatepla fræjum, agúrku og safa úr sítrónu í skál. 5. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, hvítlauknum, hunangi og SPG í skál 6. Berið fram lærið á fallegum viðarplatta og setjið salsað yfir ásamt hvítlaukssósunni Blaut súkkulaði kaka á steypujárnspönnu með kaffilíkjörsrjóma 150 gr. bráðið smjör 3 dl sykur 1 dl kakó 2 tsk vanillusykur 2 egg 2 dl hveiti Flórsykur til skreytingar Kaffilíkjörsrjómi Þeyttur rjómi Smakkið til með kaffilíkjör Aðferð 1.Hitið grillið upp í 200 gráður 2.Setjið smjörið á steypujárnspönnu og bræðið á grillinu 3.Blandið saman öllum þurrefnum nema hveitinu ásamt einu eggi 4.Hrærið vel og bætið svo öðru eggi út í og hrærið vel. Bætið svo hveitinu út í og veltið smjörinu vel um á pönnunni svo kakan festist síður við pönnuna. Hellið smjörinu út í degið en passið að smjörið sé ekki of heitt. 5.Blandið vel saman og hellið deiginu í smurða steypujárnspönnuna og dreifið vel úr 6.Bakið kökuna á 200 gráðu heitu grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur. Fylgist vel með kökunni og gætið þess að kakan sé mjúk í miðjunni. BBQ kóngurinn Matur Uppskriftir Jól Carpaccio Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna. Annar þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig reiðir fram það sem hann kallar Hellisbúa Carpaccio og fleira eins og sjá má hér að neðan. Þar má einnig sjá allar uppskriftirnar úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Hellisbúa Carpaccio Hellisbúa Carpaccio Hráefni: Nautalund Klettasalat Parmesan ostur Salt Truffluolía Djúpsteikt hvítlaukskurl. Einnig hægt að nota eitthvað stökkt eins og ristaðar furuhnetur Djúpsteiktir jarðskokkar (má sleppa en gefur rosa gott bragð og lítur rosa vel út á diski.) 1. Skerið jarðskokka í þunnar sneiðar og djúpsteikið í olíu þar til stökkir 2. Nautalund sett beint á harðviðarkol ca 10 sekúndur á hlið til að fá gott bragð 3. Skerið niður í eins þunnar sneiðar og þið treystið ykkur til og fletið sneiðarnar út með því að berja þær með krepptum hnefa. 4. Raðið sneiðunum á fallegan disk, saltið og stráið truffluolíu yfir 5. Klettasalati dreift yfir ásamt rifnum parmesan osti 6. Að lokum stráið þið djúpsteikta hvítlaukskurlinu og jarðskokkunum yfir Smjörpennsluð svína kóróna með grilluðu broccolini, pikkluðu rauðkáli og einföldu rauðlauks klettasalati: Hráefni: 2X svínafille með bein. Bundið saman svo það myndi kórónu. Marenering: 3 msk Oregano 3 msk Papríkuduft 1 tsk Gróft salt Tveir hvítlauksgeirar 4msk ólífuolía Kryddsmjör: 60 gr smjör 1 msk BBQ krydd - Einnig hægt að krydda smjörið með ykkar uppáhalds kryddblöndu Meðlæti: Broccolini Klettasalat Hálfur rauðlaukur SPG – kryddblanda með salti, pipar og ristuðum hvítlauk Ólífuolía Pikklað rauðkál Aðferð: 1. Hitið grillið upp í 130 gráður 2. Hrærið saman oregano, papríkudufti, grófu salti og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið 3. Stingið kjöthitamæli í kjötið og eldið það upp í 62 gráður á óbeinum hita 4. Útbúið kryddsmjörið og smyrjið kjötið reglulega á meðan eldun stendur 5. Setjið broccolini í poka og hellið ólífuolíu yfir og kryddið vel með SPG kryddblöndunni. Grillið þar til smá brennt og stökkt 6. Blandið saman klettasalati og hálfum þunnt skornum rauðlauk í skál og hellið ólífuolíu yfir og kryddið með smá SPG 7. Berið kjötið fram á fallegum viðarplatta með pikkluðu rauðkáli, rauðlauks klettasalati og broccolini Úrbeinað lambalæri með granatepla og myntu salsa ásamt einfaldri hvítlaukssósu Hráefni: Úrbeinað lambalæri Marenering: 150ml Granatepla molasses 8 myntulauf fínt skorin Safi úr hálfri sítrónu 2 tsk sykur Tveir hvítlauksgeirar fínt saxað Ólífuolía 1 msk SPG kryddblanda með salti, pipa rog grófum ristuðum hvítlauk. Granatepla salsa: 1/3 af mareneringunni 6 myntulauf fínt skorin 100 gr granatepla fræ Lítil agúrka skorin í sömu stærð og fræin úr granateplinu Safi úr hálfri sítrónu Ofur einföld hvítlaukssósa: 4 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 tsk hunang eða eftir smekk Fínt skorin hvítlauksgeiri Smakkið til með SPG Aðferð: 1. Hitið grillið í 250 gráður 2. Blandið saman granatepla molasses, fínt söxuðum myntulaufum, safa úr sítrónu, sykri, hvítlauk og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið. Látið standa í 20 mínútur eða yfir nótt. Gætið þess að geyma 1/3 af mareneringunni fyrir salsa sósuna 3. Brúnið kjötið vel og snúið nokkrum sinnum. Færið það yfir í óbeinan hita og eldið þar til kjötið nær 62 gráðum í kjarnhita. Þar sem það er mikill sykur í mareneringunni þá brennur kjötið auðveldlega en mér finnst það bara gefa betra bragð 4. Blandið saman 1/3 af mareneringunni, myntulaufum, granatepla fræjum, agúrku og safa úr sítrónu í skál. 5. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, hvítlauknum, hunangi og SPG í skál 6. Berið fram lærið á fallegum viðarplatta og setjið salsað yfir ásamt hvítlaukssósunni Blaut súkkulaði kaka á steypujárnspönnu með kaffilíkjörsrjóma 150 gr. bráðið smjör 3 dl sykur 1 dl kakó 2 tsk vanillusykur 2 egg 2 dl hveiti Flórsykur til skreytingar Kaffilíkjörsrjómi Þeyttur rjómi Smakkið til með kaffilíkjör Aðferð 1.Hitið grillið upp í 200 gráður 2.Setjið smjörið á steypujárnspönnu og bræðið á grillinu 3.Blandið saman öllum þurrefnum nema hveitinu ásamt einu eggi 4.Hrærið vel og bætið svo öðru eggi út í og hrærið vel. Bætið svo hveitinu út í og veltið smjörinu vel um á pönnunni svo kakan festist síður við pönnuna. Hellið smjörinu út í degið en passið að smjörið sé ekki of heitt. 5.Blandið vel saman og hellið deiginu í smurða steypujárnspönnuna og dreifið vel úr 6.Bakið kökuna á 200 gráðu heitu grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur. Fylgist vel með kökunni og gætið þess að kakan sé mjúk í miðjunni.
BBQ kóngurinn Matur Uppskriftir Jól Carpaccio Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira