Gjáin milli þings og mömmu Guðmundur Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 08:02 Ég heyrði í mömmu í gær. Hún var að prjóna. Búin að senda allar afmæliskveðjurnar á facebook og rölta upp á varnargarðinn. Allt við það sama. Pabbi í sófanum að horfa á Alþingisrásina. „Lækkaðu í þessum vitleysingum rétt á meðan ég tala í símann Gunnar“ Sagði hún við pabba í miðju samtali. Mamma hefur ekki mikið álit á fólkinu á Alþingi. Fussar yfir þeim. Sér ekki tilgang með neinu sem þau segja eða gera. Þarf samt að umbera karpið því pabbi hámhorfir á Alþingisrásina. Nálgast þingfundi eins og lokaþætti af Ófærð. Kengspenntur alveg. Mamma ekki alveg eins spennt. Skýtur bara inn stöku stjórnmálagreiningum: „Byrja þau...............kolruglað lið allt saman..................Meiri vitleysan alltaf hreint.“ Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ráðamenn þjóðarinnar fara svona í taugarnar á mömmu. Þetta er ólíkt henni. Mamma er nefnilega, það sem kalla mætti, síkát manneskja. Hlær mikið og hátt. Á dögunum skellihló hún í gegnum botnlangakast og aðgerðina sem fylgdi á eftir. Settist upp og sagðist fegin að vera loksins orðin endalaus. Aldrei liðið betur. Þannig nálgast hún lífið. Úr sólarátt. Nema þegar pabbi stillir á Alþingisrásina. Þá sortnar henni fyrir augum. Mamma vann láglaunastörf alla sína starfsævi. Lengst af í frystihúsi. Mundaði fyrsta hnífinn þegar erkisjávarþorpið Bolungarvík var í blóma. Sjávarútvegurinn á mikilli siglingu og þykk peningalykt yfir þorpinu eins og dúnsæng. Hún stóð sem fastast við færibandið þegar atvinnugreinin missti fótana og kvótinn hvarf úr Djúpinu eins og vindlareykur í norðanátt. Hún var enn á sínum stað þegar sjávarþorpið klóraði sig aftur upp á bakkann á hnúunum. Enn með sömu hvítu svuntuna löngu eftir að það hætti að þykja fínt að skera úr og ormhreinsa. Gerði það sem við hin sættum okkur ekki við. Barðist áratugum saman við bónusa og taxta. Eins og vindmyllur. En mamma hafði eitt sinn tröllatrú á stjórnmálamönnum. Hún hafði skoðanir á þessu öllu saman. Kaus fólkið sem hún treysti og fylgdist með því sem átti að gera fyrir fólk eins og hana. Fyrir þorp eins og Bolungarvík. Hérna einu sinni. En einhverstaðar missti hún trúna. Hætti að sjá nokkuð vit í þessu brölti öllu saman. Öllu þessu endalausa karpi um kvóta og kjaradeilur. Loforðunum. Mögulega þykknaði yfir henni á kaffistofunni í frystihúsinu. Kannski sullaðist trúin á endanum upp úr launaumslaginu. En líklegast slokknaði neistinn endanlega þegar hún fékk fyrstu lífeyrisgreiðsluna. Þessa mánaðarlegu framfærslu konunnar sem vann í slori og stóð næturvaktir á hjúkrunarheimili í 50 ár. Í dag situr mamma nefnilega í eftirlaunastólnum með 174 þúsund krónur í lófanum. Á mánuði. Það eru öll hvíldarlaunin. Hún er 73 ára. En auðvitað var þetta vitað. Lífeyrisréttindi eru öllum ljós. Mamma og pabbi hefðu auðvitað átt að leggja fyrir aukalega. Spara til efri áranna. Sem þau náttúrulega gerðu. Nurluðu saman öllum aukakrónum og fjárfestu skynsamlega. Hlustuðu á skotheldar ráðleggingar í þorpinu og keyptu stofnbréf í samfélagsbankanum. Stóðu að sjálfsögðu með sparisjóðnum sínum. Í þeirri bjargföstu trú að þau væru öll í þessu saman. Fólkið og sparisjóðurinn. Eins og Þórólfur og Alma. En svo ruglaðist sparisjóðurinn. Birtist einn daginn eftir gott djamm með bönkunum í borginni. Í spánýjum teinóttum jakkafötum. Drakk sig fullan, keyrði út í skurð og sturtaði sparibauknum hennar mömmu út með skólpinu. Blessaður skotheldi samfélagssparnaðurinn. O jæja, þau eiga þó alla vega skuldlausa fasteign. Húsið sem þau byggðu sjálf. Strituðu öll kvöld og helgar þegar þau voru ung til að koma sér af leigumarkaði og úr foreldrahúsum með þrjú börn. Fluttu svo inn í húsið hálfklárað. Eins og fólk gerði í þá daga. Lifðu spart og horfðu í hverja krónu. Héldu áfram að harka í nokkrum störfum samtímis til að klára húsið og borga af víxlum. Það þótti líka skynsamlegt. Eins og stofnbréfin. Upphituð steinsteypa er jú langbesti lífeyrissjóðurinn. Hækkar bara og hækkar í verði. Ja sko, ef steinsteypan liggur á réttri norðlægri breiddargráðu. Hús foreldra minna í Bolungarvík er í dag metið á rétt tæpar 29 milljónir króna. Fallegt fjögurra herbergja einbýlishús með bílskúr og sólpalli. Nokkurn veginn á pari við 40 fermetra kjallaraholu örlítið sunnar í sama landi. Það er allur afraksturinn. En af hverju er ég að úða þessum peningaraunum móður minnar yfir ykkur? Veit það svo sem ekki. Kannski til að gefa ykkur raundæmi. Segja ykkur sögu sem sést ekki í hagtölum eða kúrfum. Til að dýpka skilninginn á gremjunni sem sannarlega er til staðar í íslensku þorpunum. Mamma er ekkert einsdæmi. Þorpin eru stútfull af fólki sem hefur fyrir löngu misst trúna á kerfið. Fussar yfir máttlausri byggðastefnu, handónýtum malarvegum og ákvörðunum sem virðast fjarlægari en líf á öðrum hnöttum. Kannski langar mig til að setja andlit á súluritin. Útskýra raunstöðu fólks í dreifðum byggðum. Fólks sem kannast ekkert við velmegunina sem birtist okkur í hagtölum og heildarmyndum. Samt er þetta kynslóðin sem lagði grunninn að hagsældinni. Fólkið sem ár eftir ár upplifir langvarandi skilningsleysi og ákvarðanafælni til handa þorpum í vanda. Byggðum í tilvistarkreppu. Kannski finnst mér bara að þau eigi það þó alla vega skilið að við reynum að skilja uppsprettu gremjunnar. Reynum að skilja af hverju þau upplifa víðáttubreiða gjá á milli sín og ráðamanna. Kannski er ég bara að segja að við eigum að hlusta betur. Reyna að skilja. Mamma á nefnilega fullan rétt á því að ranghvolfa augunum. Þú myndir gera það líka. Það minnsta sem við getum gert er að bera virðingu fyrir því. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði í mömmu í gær. Hún var að prjóna. Búin að senda allar afmæliskveðjurnar á facebook og rölta upp á varnargarðinn. Allt við það sama. Pabbi í sófanum að horfa á Alþingisrásina. „Lækkaðu í þessum vitleysingum rétt á meðan ég tala í símann Gunnar“ Sagði hún við pabba í miðju samtali. Mamma hefur ekki mikið álit á fólkinu á Alþingi. Fussar yfir þeim. Sér ekki tilgang með neinu sem þau segja eða gera. Þarf samt að umbera karpið því pabbi hámhorfir á Alþingisrásina. Nálgast þingfundi eins og lokaþætti af Ófærð. Kengspenntur alveg. Mamma ekki alveg eins spennt. Skýtur bara inn stöku stjórnmálagreiningum: „Byrja þau...............kolruglað lið allt saman..................Meiri vitleysan alltaf hreint.“ Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ráðamenn þjóðarinnar fara svona í taugarnar á mömmu. Þetta er ólíkt henni. Mamma er nefnilega, það sem kalla mætti, síkát manneskja. Hlær mikið og hátt. Á dögunum skellihló hún í gegnum botnlangakast og aðgerðina sem fylgdi á eftir. Settist upp og sagðist fegin að vera loksins orðin endalaus. Aldrei liðið betur. Þannig nálgast hún lífið. Úr sólarátt. Nema þegar pabbi stillir á Alþingisrásina. Þá sortnar henni fyrir augum. Mamma vann láglaunastörf alla sína starfsævi. Lengst af í frystihúsi. Mundaði fyrsta hnífinn þegar erkisjávarþorpið Bolungarvík var í blóma. Sjávarútvegurinn á mikilli siglingu og þykk peningalykt yfir þorpinu eins og dúnsæng. Hún stóð sem fastast við færibandið þegar atvinnugreinin missti fótana og kvótinn hvarf úr Djúpinu eins og vindlareykur í norðanátt. Hún var enn á sínum stað þegar sjávarþorpið klóraði sig aftur upp á bakkann á hnúunum. Enn með sömu hvítu svuntuna löngu eftir að það hætti að þykja fínt að skera úr og ormhreinsa. Gerði það sem við hin sættum okkur ekki við. Barðist áratugum saman við bónusa og taxta. Eins og vindmyllur. En mamma hafði eitt sinn tröllatrú á stjórnmálamönnum. Hún hafði skoðanir á þessu öllu saman. Kaus fólkið sem hún treysti og fylgdist með því sem átti að gera fyrir fólk eins og hana. Fyrir þorp eins og Bolungarvík. Hérna einu sinni. En einhverstaðar missti hún trúna. Hætti að sjá nokkuð vit í þessu brölti öllu saman. Öllu þessu endalausa karpi um kvóta og kjaradeilur. Loforðunum. Mögulega þykknaði yfir henni á kaffistofunni í frystihúsinu. Kannski sullaðist trúin á endanum upp úr launaumslaginu. En líklegast slokknaði neistinn endanlega þegar hún fékk fyrstu lífeyrisgreiðsluna. Þessa mánaðarlegu framfærslu konunnar sem vann í slori og stóð næturvaktir á hjúkrunarheimili í 50 ár. Í dag situr mamma nefnilega í eftirlaunastólnum með 174 þúsund krónur í lófanum. Á mánuði. Það eru öll hvíldarlaunin. Hún er 73 ára. En auðvitað var þetta vitað. Lífeyrisréttindi eru öllum ljós. Mamma og pabbi hefðu auðvitað átt að leggja fyrir aukalega. Spara til efri áranna. Sem þau náttúrulega gerðu. Nurluðu saman öllum aukakrónum og fjárfestu skynsamlega. Hlustuðu á skotheldar ráðleggingar í þorpinu og keyptu stofnbréf í samfélagsbankanum. Stóðu að sjálfsögðu með sparisjóðnum sínum. Í þeirri bjargföstu trú að þau væru öll í þessu saman. Fólkið og sparisjóðurinn. Eins og Þórólfur og Alma. En svo ruglaðist sparisjóðurinn. Birtist einn daginn eftir gott djamm með bönkunum í borginni. Í spánýjum teinóttum jakkafötum. Drakk sig fullan, keyrði út í skurð og sturtaði sparibauknum hennar mömmu út með skólpinu. Blessaður skotheldi samfélagssparnaðurinn. O jæja, þau eiga þó alla vega skuldlausa fasteign. Húsið sem þau byggðu sjálf. Strituðu öll kvöld og helgar þegar þau voru ung til að koma sér af leigumarkaði og úr foreldrahúsum með þrjú börn. Fluttu svo inn í húsið hálfklárað. Eins og fólk gerði í þá daga. Lifðu spart og horfðu í hverja krónu. Héldu áfram að harka í nokkrum störfum samtímis til að klára húsið og borga af víxlum. Það þótti líka skynsamlegt. Eins og stofnbréfin. Upphituð steinsteypa er jú langbesti lífeyrissjóðurinn. Hækkar bara og hækkar í verði. Ja sko, ef steinsteypan liggur á réttri norðlægri breiddargráðu. Hús foreldra minna í Bolungarvík er í dag metið á rétt tæpar 29 milljónir króna. Fallegt fjögurra herbergja einbýlishús með bílskúr og sólpalli. Nokkurn veginn á pari við 40 fermetra kjallaraholu örlítið sunnar í sama landi. Það er allur afraksturinn. En af hverju er ég að úða þessum peningaraunum móður minnar yfir ykkur? Veit það svo sem ekki. Kannski til að gefa ykkur raundæmi. Segja ykkur sögu sem sést ekki í hagtölum eða kúrfum. Til að dýpka skilninginn á gremjunni sem sannarlega er til staðar í íslensku þorpunum. Mamma er ekkert einsdæmi. Þorpin eru stútfull af fólki sem hefur fyrir löngu misst trúna á kerfið. Fussar yfir máttlausri byggðastefnu, handónýtum malarvegum og ákvörðunum sem virðast fjarlægari en líf á öðrum hnöttum. Kannski langar mig til að setja andlit á súluritin. Útskýra raunstöðu fólks í dreifðum byggðum. Fólks sem kannast ekkert við velmegunina sem birtist okkur í hagtölum og heildarmyndum. Samt er þetta kynslóðin sem lagði grunninn að hagsældinni. Fólkið sem ár eftir ár upplifir langvarandi skilningsleysi og ákvarðanafælni til handa þorpum í vanda. Byggðum í tilvistarkreppu. Kannski finnst mér bara að þau eigi það þó alla vega skilið að við reynum að skilja uppsprettu gremjunnar. Reynum að skilja af hverju þau upplifa víðáttubreiða gjá á milli sín og ráðamanna. Kannski er ég bara að segja að við eigum að hlusta betur. Reyna að skilja. Mamma á nefnilega fullan rétt á því að ranghvolfa augunum. Þú myndir gera það líka. Það minnsta sem við getum gert er að bera virðingu fyrir því. Höfundur er Vestfirðingur.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar