Plötubúðir og Tónlistarborgin Reykjavík bjóða upp á tónleika og spjall Ritstjórn Albumm skrifar 16. desember 2020 11:01 Ingibjörg Elsa Turchi kemur fram í Lucky Records 22. desember. Plötubúðir í Reykjavík og Tónlistarborgin Reykjavík bjóða upp á tónleika í streymi auk spjalls tónlistarsérfræðinga um íslenskar útgáfur ársins fjögur kvöld fram að jólum. Streymt verður beint frá tónleikunum á FB-síðu Tónlistarborgarinnar sem og FB-síðu hverrar plötuverslunar fyrir sig. Verkefnið er framhald verkefnis sem hófst í sumar og átti að fara fram í þrjú skipti í plötuverslunum Reykjavíkur. Vegna COVID-19 var einungis hægt að halda viðburðinn í eitt skipti sem þó gafst einstaklega vel. Nú er viðburðurinn færður yfir á netið. Hugmyndin að baki verkefnisins er að styðja við bakið á plötuverslunum á einkar erfiðum tímum og fagna mikilvægu hlutverki þeirra í tónlistarborginni. Á þessum tímum og rétt fyrir jólin er fólki bent á að kaupa íslenska tónlist í jólapakkann og er það gert til að styðja við bæði plötuverslanirnar og okkar frábæra tónlistarfólk. Verkefnið fór af stað í gær. Dagskráin Dagskráin er alls ekki af verri endanum en hana má sjá hér að neðan: Smekkleysa – 15. des kl 21:00 Tendra Kristín Anna Lovísa Rut og Benni Reynis spjalla um íslenskar útgáfur ársins. 12 Tónar – 17. des kl 21:00 Gróa Skoffín Elísabet Indra og Andrea Jóns spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Reykjavík Record Shop – 21. des kl 21:00 Hist og Markús Óli Dóri og Heiða Eiríks spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Lucky Records – 22. des kl 21:00 Ingibjörg Turchi Dalalæða Steinar Fjeldsted og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Verkefnið, sem er samstarf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur og plötuverslana í Reykjavík, er stutt af Jólaborginni, FHF, FÍH og STEF. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning
Verkefnið er framhald verkefnis sem hófst í sumar og átti að fara fram í þrjú skipti í plötuverslunum Reykjavíkur. Vegna COVID-19 var einungis hægt að halda viðburðinn í eitt skipti sem þó gafst einstaklega vel. Nú er viðburðurinn færður yfir á netið. Hugmyndin að baki verkefnisins er að styðja við bakið á plötuverslunum á einkar erfiðum tímum og fagna mikilvægu hlutverki þeirra í tónlistarborginni. Á þessum tímum og rétt fyrir jólin er fólki bent á að kaupa íslenska tónlist í jólapakkann og er það gert til að styðja við bæði plötuverslanirnar og okkar frábæra tónlistarfólk. Verkefnið fór af stað í gær. Dagskráin Dagskráin er alls ekki af verri endanum en hana má sjá hér að neðan: Smekkleysa – 15. des kl 21:00 Tendra Kristín Anna Lovísa Rut og Benni Reynis spjalla um íslenskar útgáfur ársins. 12 Tónar – 17. des kl 21:00 Gróa Skoffín Elísabet Indra og Andrea Jóns spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Reykjavík Record Shop – 21. des kl 21:00 Hist og Markús Óli Dóri og Heiða Eiríks spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Lucky Records – 22. des kl 21:00 Ingibjörg Turchi Dalalæða Steinar Fjeldsted og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) spjalla um íslenskar útgáfur ársins. Verkefnið, sem er samstarf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur og plötuverslana í Reykjavík, er stutt af Jólaborginni, FHF, FÍH og STEF. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning