Gríska fríkið gerir stærsta samning í sögu NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 10:31 Giannis Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee. getty/Kevin C. Cox Giannis Antetokounmpo hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Milwaukee Bucks. Samningurinn er sá stærsti í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira