„Mega frjáls um fjöllin ríða“ Margeir Ingólfsson skrifar 15. desember 2020 21:01 Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar