Óvissa varðandi hópamyndanir utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2020 15:41 Frá gluggatónleikum Auðar á laugardaginn. Prikið/Twitch Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum. Tónlistarmaðurinn Auður lék tónlist sína fyrir vegfarendur á Laugavegi síðdegis á laugardag. Margir stöldruðu við fyrir utan gluggann en fyrir innan hann var Auður í litlu rými og söng sín þekktustu lög. Hópamyndunin varð umtalsverð en samkvæmt reglum um um fjöldatakmarkanir er hámarksfjöldi í sama rými tíu. Þeir sem gerast sekir um að skipuleggja samkomu sem brýtur gegn reglum um fjöldatakmörkun geta átt fyrir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt. Reglurnar eins og þær líta út í dag.covid.is Hvorki lögregla, almannavarnir, sóttvarnalæknir eða heilbrigðisráðuneytið hafa enn sem komið er treyst sér til að leggja mat á hvort þessi hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi á laugardag geti talist sem brot við reglum um fjöldatakmarkanir. Ekki einfalt mat „Það er lögreglan sem metur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað fyrirspurninni til þeirra sem setja reglurnar. Fréttastofa er með útistandandi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið um málið. Þórólfur segir þetta ekki einfalt mat. „Það eru náttúrlega ýmsir erfiðleikar í þessu að meta hvernig á að skilgreina rými utandyra,“ segir Þórólfur. Þá þurfi að meta hvort fólk hafi staldrað stutt við. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Almannavarnir „Við vitum að það þarf ákveðinn tíma í ákveðinni nánd til að smithætta sé til staðar. Ef fólk er á hreyfingu fram hjá hvert öðru er smithætta ekki mikil. Þetta er mat sem lögreglan verður að leggja á þetta. Ég treysti mér ekki til þess, ég var ekki þarna, hef bara skoðað myndir af þessu sem er ekki nægjanlegt til að leggja mat á þetta,“ Útitónleikar ekki í anda reglna Spurður hvort þetta gæti opnað möguleika á útitónleikum segir Þórólfur að það yrði ekki anda reglnanna. „Og ég hef rætt við borgarstjóra um það að þetta væri ekki í anda sóttvarnarreglna. Ég held að hann ætli að skoða það frekar með sínu fólki að það yrði mælst til að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Prikið hefur tilkynnt að það muni ekki halda fleiri gluggatónleika. Verða þeir framvegis einungis aðgengilegir í streymi. Hins vegar hélt Þjóðleikhúsið um liðna helgi útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins. Þórólfur segir Þjóðleikhúsið hafa fengið leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir slíkri uppákomu. „Það er líka vert að minnast á að þetta var gjörningur fyrir börn sem eru undanþegin þessum sóttvarnarreglum. Nákvæmlega hvernig þetta var svo framkvæmt veit ég ekki,“ segir Þórólfur. Hann biður alla sem skipuleggja viðburði utandyra að hugsa grunninn í sóttvarnatilmælum. „Þetta á að vera tiltölulega einfalt hvað má og hvað ekki og hvað er varhugavert og hvað ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður lék tónlist sína fyrir vegfarendur á Laugavegi síðdegis á laugardag. Margir stöldruðu við fyrir utan gluggann en fyrir innan hann var Auður í litlu rými og söng sín þekktustu lög. Hópamyndunin varð umtalsverð en samkvæmt reglum um um fjöldatakmarkanir er hámarksfjöldi í sama rými tíu. Þeir sem gerast sekir um að skipuleggja samkomu sem brýtur gegn reglum um fjöldatakmörkun geta átt fyrir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt. Reglurnar eins og þær líta út í dag.covid.is Hvorki lögregla, almannavarnir, sóttvarnalæknir eða heilbrigðisráðuneytið hafa enn sem komið er treyst sér til að leggja mat á hvort þessi hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi á laugardag geti talist sem brot við reglum um fjöldatakmarkanir. Ekki einfalt mat „Það er lögreglan sem metur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað fyrirspurninni til þeirra sem setja reglurnar. Fréttastofa er með útistandandi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið um málið. Þórólfur segir þetta ekki einfalt mat. „Það eru náttúrlega ýmsir erfiðleikar í þessu að meta hvernig á að skilgreina rými utandyra,“ segir Þórólfur. Þá þurfi að meta hvort fólk hafi staldrað stutt við. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Almannavarnir „Við vitum að það þarf ákveðinn tíma í ákveðinni nánd til að smithætta sé til staðar. Ef fólk er á hreyfingu fram hjá hvert öðru er smithætta ekki mikil. Þetta er mat sem lögreglan verður að leggja á þetta. Ég treysti mér ekki til þess, ég var ekki þarna, hef bara skoðað myndir af þessu sem er ekki nægjanlegt til að leggja mat á þetta,“ Útitónleikar ekki í anda reglna Spurður hvort þetta gæti opnað möguleika á útitónleikum segir Þórólfur að það yrði ekki anda reglnanna. „Og ég hef rætt við borgarstjóra um það að þetta væri ekki í anda sóttvarnarreglna. Ég held að hann ætli að skoða það frekar með sínu fólki að það yrði mælst til að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Prikið hefur tilkynnt að það muni ekki halda fleiri gluggatónleika. Verða þeir framvegis einungis aðgengilegir í streymi. Hins vegar hélt Þjóðleikhúsið um liðna helgi útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins. Þórólfur segir Þjóðleikhúsið hafa fengið leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir slíkri uppákomu. „Það er líka vert að minnast á að þetta var gjörningur fyrir börn sem eru undanþegin þessum sóttvarnarreglum. Nákvæmlega hvernig þetta var svo framkvæmt veit ég ekki,“ segir Þórólfur. Hann biður alla sem skipuleggja viðburði utandyra að hugsa grunninn í sóttvarnatilmælum. „Þetta á að vera tiltölulega einfalt hvað má og hvað ekki og hvað er varhugavert og hvað ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21