Tíska og hönnun

Byrjaði að hugsa um húðina eftir helgarferð með Garðari Gunnlaugs

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nökkvi Fjalar er gestur vikunnar í þættinum Snyrtiborðið með HI beauty.
Nökkvi Fjalar er gestur vikunnar í þættinum Snyrtiborðið með HI beauty. HI beauty

„Ég er óhræddur að vera bara ég, sama hvað það þýðir á hverri stundu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega hress og drífandi og hefur verið það alveg frá því hann var barn.

„Ég viðurkenni að ég hef farið út af sporinu og misst svolítið track á því hver ég er,“ segir Nökkvi meðal annars í nýjasta þætti af Snyrtiborðið með HI beauty. Nökkvi Fjalar fer þar meðal annars yfir sínar uppáhalds hárvörur og snyrtivörur. Rútínuna hefur hann notað síðustu fjögur ár og inniheldur það meðal annars vörur fyrir hár, húð og skegg. 

Byrjaði allt á veðmáli

„Ég tapaði veðmáli árið 2016 við Garðar Gunnlaugs. Hann var markakóngur Pepsí deildarinnar.“

Veðmálið gekk út á að ef Garðar myndi vinna gullskóinn myndi Nökkvi bjóða honum út á leik, þar sem þeir eru báðir Arsenal menn.

„Þetta er náttúrulega fjallmyndarlegur einstaklingur og húðin á honum er „on fleek,“ það er bara þannig,“ útskýrir Nökkvi. Í þessari ferð deildu þeir herbergi og veitti þetta Nökkva mikinn innblástur varðandi umhirðu húðarinnar.

„Ég er hrifin af því að sjá manneskju sem er búin að gera eitthvað vel og læra af henni.“

Fjórum árum síðar er Nökkvi enn að nýta sér það sem hann lærði af Garðari í þessari ferð. Leyndarmálið hans er svo sérstakt augngel. Allt um rútínu Nökkva má heyra í spjalli hans við þær Heiði Ósk og Ingunni Sig í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Snyrtiborðið með HI beauty - Nökkvi Fjalar

Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi. 

Instagram: @the_hibeauty


Tengdar fréttir

„Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili“

Söngkonan Klara Elias var gestur í Snyrtiborðið með HI beauty. Klara er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að búa í 11 ár í Los Angeles. Hún byrjaði snemma að syngja og hefur starfað við tónlist frá 18 ára aldri, þegar hljómsveitin NYLON var stofnuð.

„Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“

Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.