Sport

Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm

Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi.

Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Ó. Guðnason fara yfir allt það helsta í íþróttaheiminum í hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag.

Í þættinum í dag þá ræddu strákarnir Lars Lagerbäck og framtíð karlalandsliðsins í knattspyrnu sem er enn án þjálfara nú þegar styttist í næstu undankeppni.

Farið var einnig yfir Meistaradeildina í þættinum og þá sérstaklega dráttinn fyrir sextán liða úrslitin.

Þá má ekki gleyma æfingahópnum fyrir HM í handbolta sem landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson gerði opinberan í dag.

Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×