Þetta er ótrúlega erfitt andlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 16:00 Ragnheiður var orðin frekar þreyttur á að gera æfingar heima í stofu. Vísir/Bára Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna í handbolta, gæti ekki verið ánægðari með að vera byrjuð að æfa á nýjan leik. Hún viðurkenndi að heimaæfingar hafi verið orðnar þreyttar og stundum hafi hún varla nennt að æfa. „Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira