Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 11:45 Guðmundur Guðmundsson er út í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið MT Melsungen. Getty/Andreas Gora Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti HM hópinn sinn í dag og talaði þá líka um sérstakan undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Íslenska landsliðið þarf að spila tvo leiki í undankeppni EM rétt fyrir brottför sína til Egyptalands og inn í því eru ferðalög frá Íslandi til Portúgals aftur til Íslands og loks út til Egyptalands. Öllum þessum ferðalögum fylgir auðvitað mikil smithætta og um leið hætta á að leikmenn missi af heimsmeistaramótinu rétt fyrir mót eða allt íslenska liðið endi í sóttkví. „Það er með ólíkindum að það sé settir svona erfiðir leikir fyrir HM en þetta eru auðvitað ekki einfaldir leikir við Portúgal,“ sagði Guðmundur Guðmundsson á fjarfundi með blaðamönnum í dag. „Þetta eru löng ferðalög og það er mjög erfitt að komast frá landinu og til landsins. Við höfum sérstakar áhyggjur af ferðalagi okkar aftur til baka til Íslands frá Portúgal þann 5. janúar,“ sagði Guðmundur. „Það ferðalag gæti reynst okkur mjög erfitt að komast aftur til Íslands. Möguleiki er á því að við þyrftum að gista og þar með erum við búnir að tapa mjög mikilvægum degi í undirbúningi, bæði fyrir seinni leikinn við Portúgal og samhliða fyrir HM,“ sagði Guðmundur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er mjög sérstakt að horfa á þetta plan og sjá að við erum að fara spila þrisvar við Portúgal á níu dögum og í þremur mismunandi löndum. Á miðjum Covid tímum þá er þetta ekki einfalt mál,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að skrifstofa HSÍ vinni í því að skipuleggja þetta sem best og að hann og strákarnir ætli sér að gera það besta úr þeim möguleikum sem eru í boði. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti HM hópinn sinn í dag og talaði þá líka um sérstakan undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Íslenska landsliðið þarf að spila tvo leiki í undankeppni EM rétt fyrir brottför sína til Egyptalands og inn í því eru ferðalög frá Íslandi til Portúgals aftur til Íslands og loks út til Egyptalands. Öllum þessum ferðalögum fylgir auðvitað mikil smithætta og um leið hætta á að leikmenn missi af heimsmeistaramótinu rétt fyrir mót eða allt íslenska liðið endi í sóttkví. „Það er með ólíkindum að það sé settir svona erfiðir leikir fyrir HM en þetta eru auðvitað ekki einfaldir leikir við Portúgal,“ sagði Guðmundur Guðmundsson á fjarfundi með blaðamönnum í dag. „Þetta eru löng ferðalög og það er mjög erfitt að komast frá landinu og til landsins. Við höfum sérstakar áhyggjur af ferðalagi okkar aftur til baka til Íslands frá Portúgal þann 5. janúar,“ sagði Guðmundur. „Það ferðalag gæti reynst okkur mjög erfitt að komast aftur til Íslands. Möguleiki er á því að við þyrftum að gista og þar með erum við búnir að tapa mjög mikilvægum degi í undirbúningi, bæði fyrir seinni leikinn við Portúgal og samhliða fyrir HM,“ sagði Guðmundur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er mjög sérstakt að horfa á þetta plan og sjá að við erum að fara spila þrisvar við Portúgal á níu dögum og í þremur mismunandi löndum. Á miðjum Covid tímum þá er þetta ekki einfalt mál,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að skrifstofa HSÍ vinni í því að skipuleggja þetta sem best og að hann og strákarnir ætli sér að gera það besta úr þeim möguleikum sem eru í boði.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13