Erlent

Kristin Há­foss nýr fram­kvæmda­stjóri Norður­landa­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Kristina Háfoss er þingmaður fyrir Þjóðveldisflokkinn á færeyska lögþinginu. Hún var fjármálaráðherra Færeyja á árunum 2015–2019.
Kristina Háfoss er þingmaður fyrir Þjóðveldisflokkinn á færeyska lögþinginu. Hún var fjármálaráðherra Færeyja á árunum 2015–2019. Norden.org

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur ákveðið að ráða Kristinu Háfoss sem nýjan framkvæmdastjóra á skrifstofu ráðsins í Kaupmannahöfn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Þar segir að Kristina Háfoss sé þingmaður fyrir Þjóðveldisflokkinn á færeyska lögþinginu.

„Hún var fjármálaráðherra Færeyja á árunum 2015–2019. Kristina Háfoss er fædd árið 1975 og auk þess að starfa að stjórnmálum hefur hún unnið í tryggingageiranum. Hún er hagfræðingur og lögfræðingur að mennt.“

Staða framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs er laus frá 1. febrúar því að Britt Bohlin, núverandi framkvæmdastjóri, lætur af störfum.

Kristina Háfoss verður fyrst Færeyinga til að gegna stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×