Lífið

Egill Ólafs setur alltaf upp öðruvísi jólaþorp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leiklistarhjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson halda alltaf dönsk jól.
Leiklistarhjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson halda alltaf dönsk jól.

Egill Ólafsson segist hafa dottið í lukkupottinn þegar hann nældi í Tinnu Gunnlaugsdóttur, þar sem hún er líka alin upp við danska siði á jólum.

Egill ræddi við Völu Eiríks í þættinum Gleðileg jól með Völu Eiríks á FM957.

Þar rifjaði hann upp sögu af því þegar gleymdist að kaupa jólatré og hann reddaði málunum með því að föndra eitt slíkt sjálfur með því að líma saman greinar.

Eftirminnilegustu jólin tengjast tónlist og þakklátum börnum.

Uppáhalds jólaskrautið hans Egils er jólaþorpið sem samanstendur af alls kyns verum úr ólíkum áttum. Buddah, flóðhestur, þýskur ferðamaður, jólasveinar og engill eru meðal íbúa þorpsins.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn.

Klippa: Egill Ólafs setur alltaf upp öðruvísi jólaþorp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×