Joshua rotaði Pulev og mætir Fury næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 11:46 Joshua rotaði Pulev í 9. lotu og mætir Tyson Fury næst. EPA-EFE/Andrew Couldridge Hnefaleikakappinn Anthony Joshua rotaði Kubrat Pulev í nótt er þeir börðust um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Það þýðir að bardagi milli Joshua og Tyson Fury er næstur á dagskrá en Fury segir að hann muni rota Joshua í tveimur lotum. Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin. Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin.
Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira