Hátíðarvegansteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2020 13:30 Júlía er mikill sérfræðingur í vegan. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í fimmta þættinum fer Júlía Sif yfir það hvernig maður reiðir fram vegan hátíðarsteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Hátíðarvegansteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir Hér að neðan er hægt að fara yfir uppskriftina sjálfa: Lítil steik fyrir 2-3 ● 1 askja Sveppir, helst portobello eða kastaníu ● 2 skalotlaukar ● 1 Hvítlaukur ● 2-3 stilkar ferskt timian ● 50 gr Vegan smjör eða smjörlíki ● 1 pakki vegan hamborgarar frá merkinu Anamma ● 1 msk dijon sinnep (passa að það innihaldi ekki hunang) ● Ólífuolía ● Salt og pipar ● 1 rúlla eða 2 plötur vegan smjördeig ● 2 msk af vegan rjóma eða plöntumjólk Aðferð: Byrjið á því að setja laukana, sveppina, 1 hvítlauksrif, eina matskeið af fersku eða þurrkuðu timiani og smá salt og pipar í blandara eða matvinnsluvél og vinnið saman þar til það verður að frekar sléttu mauki sem hægt er að smyrja. Þýðið hamborgara, hrærið þeim saman og mótið í fallega steik. Bræðið smjörið á pönnu, kremjið restina af hvítlauknum og setjið út á pönnuna ásamt tveimur stilkum af timiani. Leyfið þessu að hita og steikið hamborgarasteikina síðan upp úr smjörinu þar til hún verður fallega gyllt á öllum hliðum. Fletjið smjördeigið út eða klípið saman tvær plötur ef notast er við slíkt deig. Smyrjið sveppamaukinu á smjördeigið. Penslið allar hliðar steikarinnar með dijon sinnepi og bakkið síðan inn í smjördeigið og skerið í það munstur. Smyrjið deigið með smá vegan rjóma eða mjólk og bakið í 210 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til steikin er orðin fallega gyllt að utan. Steikin hentar vel með hefðbundnu hátíðar meðlæti. Lífið er ljúffengt Jól Uppskriftir Wellington Vegan Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í fimmta þættinum fer Júlía Sif yfir það hvernig maður reiðir fram vegan hátíðarsteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Hátíðarvegansteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir Hér að neðan er hægt að fara yfir uppskriftina sjálfa: Lítil steik fyrir 2-3 ● 1 askja Sveppir, helst portobello eða kastaníu ● 2 skalotlaukar ● 1 Hvítlaukur ● 2-3 stilkar ferskt timian ● 50 gr Vegan smjör eða smjörlíki ● 1 pakki vegan hamborgarar frá merkinu Anamma ● 1 msk dijon sinnep (passa að það innihaldi ekki hunang) ● Ólífuolía ● Salt og pipar ● 1 rúlla eða 2 plötur vegan smjördeig ● 2 msk af vegan rjóma eða plöntumjólk Aðferð: Byrjið á því að setja laukana, sveppina, 1 hvítlauksrif, eina matskeið af fersku eða þurrkuðu timiani og smá salt og pipar í blandara eða matvinnsluvél og vinnið saman þar til það verður að frekar sléttu mauki sem hægt er að smyrja. Þýðið hamborgara, hrærið þeim saman og mótið í fallega steik. Bræðið smjörið á pönnu, kremjið restina af hvítlauknum og setjið út á pönnuna ásamt tveimur stilkum af timiani. Leyfið þessu að hita og steikið hamborgarasteikina síðan upp úr smjörinu þar til hún verður fallega gyllt á öllum hliðum. Fletjið smjördeigið út eða klípið saman tvær plötur ef notast er við slíkt deig. Smyrjið sveppamaukinu á smjördeigið. Penslið allar hliðar steikarinnar með dijon sinnepi og bakkið síðan inn í smjördeigið og skerið í það munstur. Smyrjið deigið með smá vegan rjóma eða mjólk og bakið í 210 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til steikin er orðin fallega gyllt að utan. Steikin hentar vel með hefðbundnu hátíðar meðlæti.
Lífið er ljúffengt Jól Uppskriftir Wellington Vegan Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira