Matur

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr öðrum þætti

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í öðrum þætti af Jólaboð með Evu gaf hún áhorfendum ýmsar hugmyndir fyrir hátíðirnar.
Í öðrum þætti af Jólaboð með Evu gaf hún áhorfendum ýmsar hugmyndir fyrir hátíðirnar. Eva Laufey

Í Jólaboð Evu í síðustu viku ldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar birtast hér á Vísi en næsti þáttur er sýndur annaðkvöld á Stöð 2.

Hér fyrir neðan má finna allar uppskriftirnar úr öðrum þætti af Jólaboð Evu.

Nauta CarpaccioEva Laufey

Nauta Carpaccio með piparrótarsósu 

Fyrir 4

  • 400 g nautalund
  • Góð ólífuolía
  • Salt pg pipar
  • Sítróna
  • 100 g ristaðar furuhnetur
  • Góður ostur til dæmis Feykir
  • 250 g blandað salat
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 3 tsk piparrótarmauk
  • 1 tsk hunang

Aðferð:

  1. Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð að setja lundina í frysti í 30 – 40 mínútur áður, en með því er enn betra að skera kjötið þunnt niður).
  2. Fletjið kjötið út með kökukefli og leggið á diska.
  3. Stráið salti og pipar yfir kjötið, dreipið góðri ólífuolíu yfir og kreistið smá sítrónusafa yfir kjötið í lokin.
  4. Ristið furuhnetur á pönnu.
  5. Skolið og þerrið klettasalat, leggið salatið yfir kjötið.
  6. Rífið niður ost til dæmis Feykir eða parmesan og stráið ristuðum furuhnetum yfir réttinn.
  7. Þá er að útbúa sósuna góðu. Blandið sýrða rjómanum, piparrótarmaukinu, hunangi og smá sítrónusafa saman í skál og smakkið sósuna til með salti og pipar.
  8. Í lokin sprautið þið piparrótarsósunni á diskana eða mótið fallegar kúlur með teskeiðum.
  9. Berið strax fram og njótið!
Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi.Eva Laufey

Hægeldaðar kalkúnabringur með öllu tilheyrandi

Kalkúnabringa:

  • 1.2 kg kalkúnabringa
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 2 msk kalkúnakrydd
  • 4 msk smjör
  • 6 – 7 fersk salvíublöð
  • 500 ml kjúklingasoð (soðið vatn + kjúklingateningur)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 90°C, ég nota blástur.
  2. Kryddið bringuna með salti, pipar og kalkúnakryddi. Steikið kalkúnabringuna upp úr olíu og smjör þar til hún er orðin gullinbrún, hellið smjörinu duglega yfir bringuna á meðan hún er á pönnunni og bætið ferskum salvíublöðum saman við.
  3. Setjið bringuna í eldfast mót og hellið kjúklingasoði í fati, það er snjallt að hella soðinu einu sinni til tvisvar yfir bringuna á meðan hún er í ofninum.
  4. Eldið við 90°C í 1.5 klst eða þar til kjarnhitinn er orðinn 72°C.
  5. Mikilvægt að leyfa bringunni að hvíla í 10 – 15 mínútur áður en hún er borin fram.

Kalkúnafylling

  • 1 msk ólífuolía
  • 2 msk smjör
  • 100 g beikon
  • 200 g sveppir
  • 2 sellerí stilkar
  • 2 dl pekanhnetur
  • 1 laukur
  • 2 epli
  • Salt og pipar
  • 1 msk ferskar kryddjurtir t.d. salvía, rósmarín og steinselja
  • 2 dl rjómi

Aðferð:

  1. Skerið hráefnið mjög smátt.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið vel, kryddið með salti og pipar og ferskum kryddjurtum. Bætið smjöri út á pönnuna og steikið áfram þar til hráefnið er mjúkt í gegn. Hellið rjómanum saman við og leyfið fyllingunni að malla við vægan hita í smá stund.
  3. Hellið fyllingunni í eldfast mót og inn í ofn í 50 – 60 mínútur við 90 gráður.

Sætkartöflumús með rjómaosti

  • 7-800 g sætar kartöflur
  • 2 msk smjör
  • 200 g hreinn rjómaostur
  • 1 msk smátt saxað timían
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Afhýðið kartöflurnar, skerið í nokkra bita og sjóðið í vel söltu vatni.
  2. Setjið kartöflurnar, rjómaost, salt, pipar, timían og smjör saman í skál og maukið með töfrasprota eða með kartöflustöppu. Það fer eftir áferðinni hvað þið viljið nota.
  3. Ef ykkur finnst hún of þykk þá einfaldlega bætið þið smá rjóma saman við.
  4. Berið strax fram.

Waldorfsalat

  • 2 ristaðar valhnetur, smátt saxaðar
  • 1 dós sýrður rjómi 36%
  • 200 ml þeyttur rjómi
  • 2 græn epli
  • 1 sellerí stilkur
  • 25 rauð vínber
  • Súkkulaði, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Kjarnhreinsið eplin og skerið smátt ásamt sellerí og vínberjum.
  2. Ristið valhnetur á pönnu í smá stund.
  3. Þeytið rjóma og blandið honum saman við sýrða rjómann.
  4. Bætið öllum hráefnum saman við rjómablönduna og sáldrið súkkulaði yfir í lokin.
  5. Best að geyma í kæli í 30 – 60 mínútur áður en salatið er borið fram.

Villisveppasósa

  • 250 g sveppir, venjulegir og villisveppir í bland
  • 2 msk smjör
  • Salt og pipar
  • 1 msk ferskt saxað timían
  • 1 villisveppaostur
  • 300 ml rjómi

Aðferð:

  1. Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti, pipar og ferskum timían.
  2. Bætið soðinu út í pottinn og leyfa því að sjóða aðeins niður. Rífið niður villisveppaost og bætið saman við ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla þar til osturinn er bráðinn.
  3. Smakkið ykkur að sjálfsögðu til með salti og pipar.
Jólapavlovur með berjumEva Laufey

Jólapavlovur

MARENSBOTNAR

  • 6 eggjahvítur
  • 300 g sykur
  • 1 ½ tsk mataredik
  • 1 tsk vanilludropar
  • Salt á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 100°C og ég stilli á blástur.
  2. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur.
  3. Skiptið marensblöndunni niður í nokkur hreiður og það má líka búa til eina stóra köku. Fer bara eftir smekk hvers og eins.
  4. Bakið kökurnar við 100°C í 90 mínútur. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið kökurnar kólna alveg og best ef þær fá að kólna í ofninum yfir nótt.

Toblerone rjómi

  • 500 ml rjómi
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 msk flórsykur
  • 100 g toblerone súkkulaðisósa, uppskrift að neðan + meiri til þess að skreyta kökurnar í lokin. Gott að gera tvöfalda uppskrift að súkkulaðisósunni!
  • 60 g toblerone súkkulaði
  • Fersk ber til skrauts

Aðferð:

  1. Setjið súkkulaðisósu, mikilvægt að hún sé orðin köld og rjóma saman í hrærivél ásamt vanilludropum og flórsykri. Þeytið saman þar til súkkulaðirjóminn er orðinn stífþeyttur.
  2. Saxið niður toblerone súkkulaðið og bætið út í rjómakremið.
  3. Fyllið marengskökurnar með súkkulaðirjómanum og skreytið með ferskum berjum. Það er agalega gott að gera meira af súkkulaðisósunni og hella yfir kökurnar í lokin, það setur punktinn yfir i-ið.

Toblerone súkkulaðisósa

  • 200 g Toblerone súkkulaði
  • 2 – 3 msk rjómi

Aðferð:

  • Saxið niður súkkulaðið. Bræðið súkkulaði í rjóma við vægan hita, byrjið á því að setja 2 matskeiðar af rjóma og ef ykkur finnst sósan of þykk þá bætið þið meiri rjóma saman við.
  • Kælið alveg áður en þið notið sósuna í rjómakremið.
Eva Laufey

Créme Brulée 

Fyrir 6 – 8

  • 500 ml rjómi
  • 1 vanillustöng
  • 1 tsk vanillusykur
  • 6 eggjarauður
  • 2 dl söltuð karamellusósa
  • 100 g sykur + meiri sykur í lokin ca. 1 tsk ofan á hvert form

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C (blástur)
  2. Skerið vanillustöng í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni.
  3. Setjið öll hráefni saman í skál og hrærið vel saman.
  4. Skiptið blöndunni niður í lítil form, þessi uppskrift dugir í sex til átta form eða eitt stórt form.
  5. Setjið formin í eldfast mót og hálffyllið formið með heitu vatni. Vatnið á að ná upp að miðju litlu Créme Brulée formanna, með því að fylla eldfasta móti með heitu vatni tryggir það jafnari bakstur á eftirréttinum.
  6. Bakið við 150°C í 50 – 55 mínútur.
  7. Kælið eftirréttinn MJÖG vel áður en þið ætlið að bera hann fram, best er að gera hann deginum áður og kæla hann í ísskáp á meðan.
  8. Stráið smávegis af sykri yfir hvert mót og bræðið, þið getið notað sérstakt eldhúslogsuðutæki eða einfaldlega með því að setja undir grillið í ofninum (fylgist mjög vel með, það tekur nefnilega enga stund fyrir sykurinn að bráðna).
Ristaðar möndlurEva Laufey

Ristaðar möndlur – þær einföldustu í heimi!

  • 8 dl möndlur
  • 3 dl sykur
  • ½ dl vatn
  • ½ msk kanill
  • Sjávarsalt á hnífsoddi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×