Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2020 08:41 Miklar umræður sköpuðust um Fjölskylduhjálpina í vikunni á Mæðra tips á Facebook. Nokkrir gagnrýndu formanninn þar harðlega. Grafík/Hafsteinn Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér. Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér.
Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira