Sérhagsmunir í „upphæðum“ Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2020 13:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Fjármálaeftirlitið: Einn af lærdómum fjármálahrunsins er mikilvægi þess að skýr skil séu á milli þeirra sem fara með eftirlit og þeirra sem hafa tæki til að tryggja fjármálastöðugleika. Þessi lærdómur var hunsaður að hálfu stjórnarflokkanna með samþykkt laga um Seðlabankann þar sem Fjármálaeftirlitið er sameinað Seðlabanka. Áhyggjur af mikilli orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti ekki úr lausu lofti gripnar. Skemmst er að minnast þess hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og hvernig fór í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt og í litlu landi getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum hinum norrænu ríkjunum er fjármálaeftirlitið í sjálfstæðri stofnun. Samkeppniseftirlitið: Á lokadögum síðasta þings keyrði ríkisstjórnin í gegn frumvarp sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara væri að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Stjórnarandstaðan knúði fram breytingartillögur sem drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið með lagasetningunni. En eftir stendur að með lögunum var verið að auðvelda samruna stórra fyrirtækja og fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Veiking Samkeppniseftirlitsins gengur augljóslega gegn hag almennings. Skattrannsóknarstjóri: Í gær mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi um að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra og gera skattrannsóknir að deild hjá Ríkisskattsstjóra. Með því er verið að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Í stað þess að leggja embættið niður ætti að styrkja það og veita ákæruvald til að forðast tvíverknað í kerfinu. Ríki sem við viljum bera okkur saman við eru að reyna að samtvinna annars vegar sérþekkingu á skattarétti og hins vegar skilvirkni ákærumeðferðar. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar fjölmennir og rannsókn þeirra flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í minnst þremur löndum. Og svo höfum við ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að það þarf að efla rannsóknir á skattalagabrotum og fráleitt að leggja af embætti Skattrannsóknarstjóra. Þessi ráðstöfun en þó í fullkomnu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem dregur úr eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Seðlabankinn Skattar og tollar Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Fjármálaeftirlitið: Einn af lærdómum fjármálahrunsins er mikilvægi þess að skýr skil séu á milli þeirra sem fara með eftirlit og þeirra sem hafa tæki til að tryggja fjármálastöðugleika. Þessi lærdómur var hunsaður að hálfu stjórnarflokkanna með samþykkt laga um Seðlabankann þar sem Fjármálaeftirlitið er sameinað Seðlabanka. Áhyggjur af mikilli orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti ekki úr lausu lofti gripnar. Skemmst er að minnast þess hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og hvernig fór í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt og í litlu landi getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum hinum norrænu ríkjunum er fjármálaeftirlitið í sjálfstæðri stofnun. Samkeppniseftirlitið: Á lokadögum síðasta þings keyrði ríkisstjórnin í gegn frumvarp sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara væri að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Stjórnarandstaðan knúði fram breytingartillögur sem drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið með lagasetningunni. En eftir stendur að með lögunum var verið að auðvelda samruna stórra fyrirtækja og fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Veiking Samkeppniseftirlitsins gengur augljóslega gegn hag almennings. Skattrannsóknarstjóri: Í gær mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi um að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra og gera skattrannsóknir að deild hjá Ríkisskattsstjóra. Með því er verið að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Í stað þess að leggja embættið niður ætti að styrkja það og veita ákæruvald til að forðast tvíverknað í kerfinu. Ríki sem við viljum bera okkur saman við eru að reyna að samtvinna annars vegar sérþekkingu á skattarétti og hins vegar skilvirkni ákærumeðferðar. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar fjölmennir og rannsókn þeirra flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í minnst þremur löndum. Og svo höfum við ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að það þarf að efla rannsóknir á skattalagabrotum og fráleitt að leggja af embætti Skattrannsóknarstjóra. Þessi ráðstöfun en þó í fullkomnu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem dregur úr eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun